Content-Length: 92252 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Alexander_Petersson

Alexander Petersson - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Alexander Petersson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexander Petersson
Alexander Petersson

Alexander Petersson (fæddur 2. júlí 1980 í Ríga í Lettlandi) er íslenskur handknattleiksmaður af lettneskum uppruna. Hann leikur í stöðu hægri skyttu eða sem hægri hornamaður. Alexander var valinn íþróttamaður ársins ársins 2010.

Alexander hóf feril sinn með sameiginlegu liði Gróttu/KR í Vesturbænum árið 1998 og fór þaðan til HSG Düsseldorf árið 2003. Árið 2005 gekk hann í raðir Großwallstadt og spilaði með þeim til ársins 2007. Frá 2007 - 2010 lék hann með þýska liðinu Flensburg, ásamt Einari Hólmgeirssyni. Alexander skipti um lið árið 2010 vegna þess að hinn umdeildi þjálfari Flensburgar Per Carlen gaf honum fá tækifæri. Þjálfarinn mun hafa gefið syni sínum Oscar Carlen, sem leikur í sömu stöðu og Alexander (hægri skyttu) mun meiri spiltíma heldur en Alexander. Árið 2010 fór Alexander til liðsins Füchse Berlin en þjálfari liðsins var Íslendingurinn Dagur Sigurðsson. Frá árinu 2012 hefur Alexander leikið með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen.

Alexander hóf að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik árið 2005. Alexander lék með liðinu þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Hann lék einnig með liðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð árið 2011 og var markahæstur íslenskra leikmanna með 53 mörk og 60% skotnýtingu. Hann átti einnig 28 stoðsendingar og 14 stolna bolta eða að meðaltali 1,6 stolinn bolta í hverjum leik.[1] Alexander var með flesta stolna bolta á mótinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Alexander_Petersson

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy