Fara í innihald

Sakha

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir mikið landflæmi sjálfstjórnarlýðveldisins Saka í Rússneska sambandsríkinu.

Sjálfstjórnarlýðveldi Saka eða Jakútía (rússneska: Респу́блика Саха́ (Яку́тия), Respublika Sakha (Jakutija); jakútíska: Саха Өрөспүүбүлүкэтэ, Sakha Öröspüübülükete) er sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi. Það nær yfir hálft alríkisumdæmið Austurlönd fjær og er stærsta stjórnsýsluumdæmi heims. Höfuðstaður lýðveldisins er borgin Jakútsk og íbúafjöldi þess er um 950 þúsund, aðallega Rússar og Jakútar.

Víðáttur Saka eru gríðarmiklar eða um 3.083.523 km2 (2010), og því er landið um þrjátíu sinnum stærra en Ísland. Það er stærra en Argentína og ögn minna en Indland. Íbúarnir eru tæplega ein milljón. Höfuðborg þess er Jakútsk. Landið nær yfir þrjú tímabelti. Á þessum miklu víðáttum snýst sumarið um að draga björg í bú fyrir ískaldan vetur þar sem frostið getur farið niður fyrir 65 gráður. Á sumrin getur hitinn hins vegar farið yfir 45 gráður.

Saka er eitt auðugasta sjálfstjórnarhérað Rússlands og telst eitt tuttugu lýðvelda innan rússneska sambandslýðveldisins, sem hafa eigin stjórnarskrá og fjárlög.

Nafnið Jakútía eða Saka er dregið af nafni sem þeir íbúar svæðisins af ýmsum tyrkneskum uppruna, sem komu þangað fyrst á síðmiðöldum, notuðu. Þeir kölluðu sig Saka, en Evenkar sem bjuggu fyrir í Síberíu, kölluðu þá „Jakó“ og þaðan fengu Rússar nafnið þegar þeir hófu að leggja svæðið undir sig snemma á 17. öld.

Frumbyggjarnir, Jakútar, eru leifar indjánaþjóðar sem fluttist til Norður-Ameríku. Þjóðarbrot þetta varð eftir á sléttum Síberíu og blandaðist mongólskum nágrönnum sínum. Tungumálið sem Jakútar tala í dag er skylt tyrkneskum málaættum. Jakútar hafa verið taldir friðsælir í aldanna rás, en reyndar verið milli steins og sleggju heimsvaldasinna. Fyrst undir Djengis Khan, hinum herskáa leiðtoga Mongóla. Árið 1633 byrjuðu rússneskir nýlenduherir svo að gera vart við sig, en Rússar voru á þeim tíma að leggja undir sig sléttur Síberíu. Árið 1642 lögðu Rússar síðan grunninn að höfuðborg Saka, sem ber nafnið Jakútsk enn þann dag í dag. Rússar byggðu borgina á bökkum fljótsins Lenu, sem er 7 km breitt þar sem það er breiðast, til að geta varist óvæntum árásum. Í tímans rás hefur borgin vaxið og dafnað sem miðstöð stjórnsýslu héraðsins. Þar má einnig finna nokkur söfn, tónlistarskóla, leiklistarskóla, háskóla og leikhús.

Síbería hefur verið talin kjörinn staður fyrir fólk með sem sýndi mótþróa gegn ríkjandi stjórn og á það jafnt við um gamla keisaradæmið og fyrrum Sovétríkin. Er það bæði vegna hrjóstrugra aðstæðna og mikillar fjarlægðar frá umheiminum. Stalín leiðtogi Sovétríkjanna lét senda menn nauðuga í þröngum flutningavögnum, í milljónatali, til Síberíu í þrælabúðir. Stór hluti fólksins, sem var óvant gríðarlegum kuldanum og lélegum aðbúnaði, sneri aldrei aftur til síns heima.

  • „Myndlist Jakúta” Umfjöllun Morgunblaðsins frá 21. september 1997 um sýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy