Fara í innihald

Fullorðinsfræðsla á Íslandi

Úr Wikibókunum

Verkefni unnið á námskeiðinu: Fullorðinsfræðsla við KHÍ Haustið 2006

Inngangur

[breyta]

Símenntun á Íslandi hefur verið í stöðugri sókn á seinustu árum. Ástæðan fyrir því liggur aðallega í breyttum áherslum í atvinnulífinu með harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Gerð er sú krafa úti á vinnumarkaði að einstaklingarnir í samfélaginu séu vel menntaðir og stöðugt að viða að sér nýrri þekkingu og hagnýtri reynslu. Þessi áhersla á menntun og þekkingu gengur eins og rauður þráður í gegnum atvinnulífið allt frá mjög sérhæfðum hátæknistörfum niður í einhæf þjónustu og verkamannastörf. Alls staðar er gerð sú krafa að þeir einstaklingar sem eru þátttakendur í atvinnulífinu séu vel með á nótunum og samkeppnishæfir við sambærilegt vinnuafl í öðrum löndum.Af þessum sökum tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að efla símenntun á Íslandi árið 1998. Á þeim tæpu níu árum sem hafa liðið hefur vegur símenntunar og fullorðinsfræðslu stóraukist. Framboð hverskyns náms og námskeiða bæði á háskólastigi sem og á lægri skólastigum hefur orðið meira og fjölbreyttara en áður var.

Háskólastigið

[breyta]

Á háskólastiginu hefur vegur endurmenntunar orðið sífellt meiri. Um það bil 7 skólar á háskólastigi bjóða nú fullorðnu fólki (sem margt hvert hefur þegar lokið háskólagráðu) upp á fjölbreytt námskeið auk þess að bjóða upp á viðbótarmenntun. Einnig hafa ýmis stutt og áhugaverð kvöldnámskeið notið mikilla vinsælda innan endurmenntunardeilda háskólanna sem bæði eru sótt af almenningi sökum skemmtanagildis en einnig vegna beinna hagnýtra ástæðna.

Endurmenntun HÍ

[breyta]

Endurmenntun HÍ hefur nú verið starfandi í meira en 20 ár og hafa umsvif starfseminnar vaxið ár frá ári. Ýmis félaga- og hagsmunasamtök fagstétta standa að stofnuninni ásamt Bandalagi háskólamanna. Meginviðfangsefni Endurmenntunar er símenntun á háskólastigi. Flest námskeið innan stofnunarinnar eru í styttra lagi, 4-25 kennslustundir, en allmörg ná yfir heilt misseri. Í vaxandi mæli er boðið upp á nám samhliða starfi sem lýkur með prófum. Þá er einnig boðið upp á réttindanám á vegum ráðuneyta og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir svo skipuleggja megi stöðuga framþróun og símenntun hjá starfsfólki.

Það nám sem Endurmenntun býður upp á er að miklu leyti tengt viðskiptafræði sem annað hvort lýkur með prófi eða gefur rétt til áframhaldandi náms innan viðskiptadeildar HÍ. Námskeið Endurmenntunar eru bæði starfstengd námskeið og kvöldnámskeið. Þau spanna vítt fræðasvið, ná m.a. yfir hugvísindi, viðskipafræði, heilbrigðisvísindi og lögfræði. http://www.endurmenntun.is/

Símenntun Háskólans í Reykjavík

[breyta]

Símenntun HR hefur fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptatengdum námskeiðum. „Hlutverk Símenntunar HR er að styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að efla þá einstaklinga sem sækja námskeið Símenntunar til árangurs í starfi og einkalífi.“ Símenntun hefur boðið upp á fjölbreytt námskeið og sérsniðnar lausnir í fræðslumálum fyrir fyrirtæki. Einnig býður HR upp á MBA nám sem ætlað er starfandi fólki með reynslu úr atvinnulífinu. MBA námið er krefjandi nám aðlagað utan um þarfir fólks í krefjandi störfum. http://hr.is/?PageID=107

Háskólinn á Akureyri

[breyta]

Háskólinn á Akureyri er ungur og þróttmikill háskóli sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum. Háskólinn er þekktur fyrir að veita góða og fjölbreytta menntun í mörgum mikilvægum fræðagreinum. Símenntun Háskólans hefur með hliðsjón af ofangreindri þróun orðið sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi skólans.

Símenntun háskólans má skipta í þrennt:

• Endurmenntun faghópa á fræðasviðum háskólans • Námskeið ætluð almenningi • Endurmenntun ætluð háskólakennurum og öðru starfsfólki skólans

Símenntun HA hefur nýtt sér upplýsingatæknina og er fjarnám vaxandi þáttur í starfseminni. Símenntunin mun í auknum mæli svara kalla nemenda á meiri sveigjanleika og frelsi til að geta stundað námið óháð stað og stund og gefið fólki kost á að raða námseiningum saman eftir hentugleikum hvers og eins.

Meðal þeirra námskeiða sem HA hefur helst verið að bjóða upp á er nám í ensku og viðskiptatengt nám. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041022032907/www.unak.is/template1.asp?PageID=246

Viðskiptaháskólinn á Bifröst

[breyta]

Þessi skóli á sér nokkurra áratuga langa sögu sem viðskipta/verslunarskóli. Skólinn hefur þó ekki starfað á háskólastigi nema í fáein ár. Frá þeim tíma sem skólinn tók til starfa sem viðskiptaháskóli hafa vinsældir hans vaxið mjög og sækja hann námsmenn hvaðan æva af landinu á margvíslegum aldri. Athygli vekur hversu margt reynslumikið fólk á miðjum aldri stundar nám við háskólann. VB býður upp á fjölbreytt framhaldsnám (MA) á sviði viðskipta og félagsvísinda sem er sérsniðið að þörfum vinnandi fólks. Hægt er að ljúka 45 eininga MA námi á fjórum önnum þar sem teknar eru 7.5 einingar á hverri önn (þar af tvö misseri í staðnámi að sumri til og tvö í fjarnámi að vetri) og 15 e. lokaritgerð. Einnig hefur VB boðið upp á rekstrarnám í fjarnámi fyrir konur sem er 3ja mánaða námskeið með einni vinnuhelgi auk diplómanáms í verslunarstjórnun sem er 2ja ára starfstengt nám sem að mestu leyti fer fram í fjarnámi.http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=23748&tre_rod=003%7C011%7C&tId=1

Kennaraháskóli Íslands

[breyta]

Óhætt er að segja að KHÍ sé einn að brautryðjendunum í fjarkennslu. Skólinn hefur boðið upp á fjarkennslu á grunnskólabraut fyrir starfandi leiðbeinendur. Einnig hefur skólinn boðið upp á fjarnám á kennsluréttindabraut annað hvert ár. Fyrir starfandi kennara er boðið upp á viðbótarnám í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku. Námið samanstendur af helgarnámskeiði sem fylgt er eftir með verkefnum og umræðum á netinu. Símenntun KHÍ hefur einnig haft veg og vanda að námi ökukennara.http://simenntun.khi.is/

Landbúnaðarháskóli Íslands

[breyta]

Markhópur Landbúnaðarháskólans er stór og því þarf skólinn að hafa góð tengsl út í atvinnulífið. Markmið skólans er því að byggja upp sterka og öfluga endurmenntunardeild sem mun þjóna sem flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra mála í samfélaginu. Markmið skólans er jafnframt að koma á fót formlegu samstarfi við ýmis fagfélög í landinu. Landbúnaðarháskólinn hyggst leggja sitt að mörkum til að koma á námskeiðum víða um land, bæði með því að senda námskeiðin um landið og nýta sér fjarfundartækni. Einnig ætlar skólinn að halda námskeið á sínum heimaslóðum á Hvanneyri og Reykjum í Ölfusi.

Námskeiðin munu verða bæði löng og stutt og henta fólki í fullri vinnu. Skólinn býður upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir til eflingar starfsfólks. Fræðasvið námskeiða Landbúnaðrháskólans eru fjölbreytt. Þau flokkast niður á eftirfarandi hátt:


• Náttúruvísindi • Umhverfis og skipulagsfræði • Skógfræði • Landbúnaðarframleiðsla • Garðar og gróður • Blómaskreytingar • Matvælavinnsla • Maðurinn og náttúran.

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051101005052/www.hvanneyri.is/landbunadur/wglbhi.nsf/key2/hhjn69vdxd.html

Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal

[breyta]

Hólaskóli skiptist í þrjár deildir, ferðamáladeild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og hrossaræktardeild. Í ferðamáladeild er boðið upp á diplómanám í fjarnámi sem hægt er að ljúka á 2 árum þótt flestir taki sér 3 ár til að ljúka námi. Á hverri önn eru staðbundnar lotur sem ætlast er til að nemendur nýti sér.http://holar.is/fefjarn.htm

Alþjóðlegt samstarf

[breyta]

Hér er yfirlit yfir þá möguleika sem einstaklingar og stofnanir geta nýtt sér í sambandi við styrkveitingar úr alþjóðlegum sjóðum og nemenda/kennaraskipti á milli landa.

Fyrir einstaklinga

• Námskeið/starfsþjálfun/námsheimsóknir – Sókrates/Grundtvig • Kennaraskipti, námsferðir kennara og heimsóknir annarra er koma að fullorðinsfræðslu –

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050302053728/www.ask.hi.is/id/1006084

Sókrates/Grundtvig

[breyta]

Með Grundtvig fullorðinsfræðsluþætti Sókratesar er stefnt að því að auk Evrópuvitund í símenntun/endurmenntun í evrópsku samstarfi. Grundtvig skiptist í 4 flokka og er hægt að sækja um styrki í hverjum flokki.

Grundtvig 1 Samstarfsverkefni milli 3ja stofnanna á sviði fullorðinsfræðslu. Grundtvig 2 Menntunarsamstarf sem felur í sér heimsóknir samstarfsaðila. Grundtvig 3 Þjálfunarheimsóknir/námskeið. Þjálfun kennara og miðlun á reynslu. Grundtvig 4 Net- vettvangur fyrir hugmyndir um lykilatriði fullorðinsfræðslu og dreifing á niðurstöðu verkefna.

Grundtvig áætlunin leggur áherslu á að hvetja og efla fullorðna námsmenn sem eiga í erfiðleikum með að fullnægja menntunarþörf sinni t.a.m. vegna fátæktar eða búsetuskilyrða og auka menntunarmöguleika þessa fólks eftir fremsta megni. Grundtvig áætlunin hefur það einnig að markmiði sínu að gefa fullorðnum námsmönnum sem fallið hafa úr skólakerfinu annað tækifæri til að bæta grundvallarmenntun sína og auka sjálfstraust í starfi og leik.

Þeir sem geta tekið þátt í Sókrates/Grundtvig eru eftirfarandi aðilar.

• Allar stofnanir og fyrirtæki sem sinna fullorðinsfræðslu • Endurmenntunarstofnanir • Háskólar sem vinna að rannsóknum í fullorðinsfræðslu • Samtök/stofnanir sem þjálfa kennara til fullorðinsfræðslu • Samtök, stéttarfélög, bókasöfn, söfn og sveitarfélög


Nordplus Voksen

[breyta]

„Nordplus Voksen snýst um nám og símenntun fullorðinna og styrkir verkefni sem og starfsemi sem stuðla að þróun og nýbreytni í fullorðinsfræðslu við stofnun samstarfsneta milli stofnanna á þessum sviði á Norðurlöndum. Áætlunin fæst við allar tegundir náms hjá fullorðnum, í formlegu sem óformlegu samhengi, innan menntastofnana, hjá frjálsum félagasamtökum og í atvinnulífi eða daglegu lífi.“


Sókrates/Mínerva

[breyta]

„Sókrates/Mínvera leggur áherslu á opið nám og fjarnám, margmiðlun og notkun upplýsingatækni í kennslu“. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í heiminum með tilkomu upplýsingatækninnar. Flestir skólar Evrópu hafa nú um þó nokkurt skeið verið netvæddir. Samfara tæknibyltingu netsins hafa opnast margir spennandi kostir í menntamálum jafnt á heimilum sem úti í atvinnulífinu. Upplýsingatæknin hefur því fært fólki aukna möguleika til náms, afþreyingar og viðskipta.


Námsflokkar

[breyta]

Námsflokkar Reykjavíkur

[breyta]

Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir 1939 og eru í eigu Reykjavíkurborgar. Þeir voru fyrstir allra á Íslandi að bjóða fullorðinsfræðslu.

Með starfsemi NR gefst fólki tækifæri til að auka við menntun sína en starfsemi þeirra er hluti af félagslegri menntastefnu borgarinnar. Námskeið á vegum NR eru sniðin eftir þörfum sem starfsmenn Reykjavíkurborgar á sviði menntamála og félagsþjónustu verða varir við meðal íbúa borgarinnar.

Meðal þeirrar starfsemi sem fer fram á vegum NR eru úrræði sem snúa að fullorðnu fólki sem er með sértæka námsörðugleika. Þetta er í samstarfi við fræðslufyrirtæki og framhaldsskóla. Á vegum NR er boðið upp á grunnnám í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku fyrir þá sem eru 16 ára eða eldri og samsvarar námsefnið 8. – 10. bekk grunnskóla. Fyrir þá sem eru með lestrar- og skriftarörðugleika er í boði sérkennsla á þessum sviðum. Þá er í boði á vegum NR kennsla í íslensku fyrir útlendinga.

Náms- og starfsráðgjafar á vegum NR starfa í þjónustumiðstöð í Árbæ og Vesturgarði.

Vefur Námsflokka Reykjavíkur er http://www.namsflokkar.is/

Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar

[breyta]

Námflokkar Hafnarfjarðar voru stofnaðir 1971. Hlutverk NH er að sinna þörfum einstaklinga og atvinnulífs. NH leitast við að koma til móts við þarfir fullorðinna við að bæta grunnmenntun sína. Stór þáttur í starfsemi NH er að bjóða upp á starfsnám fyrir ófaglært starfsfólk til að stuðla að aukinni hæfni, þekkingu og menntun þeirra.

Á árinu hófst samstarf við Háskólann á Akureyri um fjarnám þar sem íbúum höfuðborgarsvæðisins er tryggður aðgangur að háskólanámi frá HA. Í húsakynnum NH er náms- og starfsaðstaða fyrir fjarnámið. Þá veitir starfsfólk NH allar upplýsingar í tengslum við fjarnám HA, miðlar gögnum til nemenda og annast tæknilega umsjón og sér um prófahald.

Námsframboð getur verið breytilegt á milli ára. Það nám sem er í boði í fjarnámi er m.a. leikskólakennarafræði, grunnskólakennarafræði, fiskeldi, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfisfræði, ferðaþjónusta, fjármál, markaðsfræði og stjórnun auk náms í iðjuþjálfun.

Þá stendur NH fyrir styttri námskeiðum undir merkjum Fjölskylduskóla Hafnarfjarðar. Í Fjölskylduskólanum er t.d. hægt að fræðast um fjármál, haldið er námskeið fyrir foreldra barna að þriggja ára aldri, námskeið í snertingu, jóga og slökun og námskeið í sjálfsstyrkingu.

Haldin er Listasmiðja fyrir unglinga,

Vefur [Námsflokka Hafnarfjarðar] er http://namsflokkar.hafnarfjordur.is/


Mímir-símenntun

[breyta]

Mímir-símenntun starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Það er í eigu Alþýðusambands Íslands og hóf starfsemi í ársbyrjun 2003 við sameiningu Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Mímis-Tómstundaskóla.

Fræðsla á vegum Mímis-símenntunar fer fram á þremur kjarnasviðum; Fjölmenningar- og frístundasvið, Nám fyrir atvinnulífið og Náms- og starfsráðgjöf.

Nemendahópar sem sækja nám hjá Mími-símenntun eru fjölbreytilegir bæði í aldri og eftir menntun og á það sérstaklega við um þá er sækja nám á sviði Fjölmenningar- og frístunda. Fólk sem á baki stutta formlega menntun sækir helst nám á sviðunum Nám fyrir atvinnulífið og í Náms- og starfsráðgjöf. Því má segja að Mímir-símenntun starfi að alhliða fræðslu fyrir allan almenning.

Í boði eru fjölbreytileg námskeið á ýmsum sviðum, s.s. í mannlegum samskiptum, tölvunámskeið og námskeið í ýmsum námsgreinum eins og íslensku, tungumálum og fleira. Einnig er í boði nám eins og Félagsliðabrú og Leikskólabrú sem eru kennd eftir aðalnámskrá framhaldskóla og eru einingabært nám. Hjá Mími-símenntun eru þessar námsleiðir í boði fyrir einstaklinga sem starfa við þessi fagsvið og fá þeir starfsreynslu sína metna inn í námið

Mímir- símenntun hefur gert þjónustusamninga við eftirfarandi samstarfsaðila.

Fræðsludeild ASÍ – námskeið fyrir trúnaðarmenn. Námskeið fyrir talsmenn stéttarfélaga. Námsflokka Reykjavíkur – námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Íslenskukennslu fyrir útlendinga í sveitarfélögunum Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ.

Veffang [Mímis-símenntunar] er http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041102103215/www.mimir.is/sidur.asp?p=1

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

[breyta]

„Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. var stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í desember 2002. Hlutverk hennar er að vera samstarfsvettvangur stofnaðilanna um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA. Markmiðið er að veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Starfsemin byggir á samþykktum félagsins og þjónustusamningi sem gerður hefur verið við menntamálaráðuneytið. Starfsemin beinist að þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla. Sá markhópur er um 40% fólks á vinnumarkaði. Hlutfallið er breytilegt milli ára og landssvæða.“

Fræðslumiðstöðin hyggst efla framboð á námskeiðum fyrir fólk á vinnumarkaði með litla formlega grunnmenntun með það að markmiði að auka færni starfsfólks. Einnig er stefnt að því að auka gæði náms í fullorðinsfræðslu á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar og hvetja sem flest starfsfólk til menntunar.


Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins

[breyta]

Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins stendur fyrir ýmsum námskeiðum í málmsuðu. Meðal námskeiða er Grunnnámskeið í málmsuðu sem ætlað er byrjendum. Á námskeiðinu eru kynntar helstu suðuaðferðir og tæki. Boðið er upp á námskeiðið Suðuþjálfun í fyrirtækjum, sem ætlað er faglæruðm sem hafa reynslu af suðu og vilja öðlast hæfnisvottun. Önnur námskeið eru m.a. MIG/MAG suða, TIG-suða, Pinnasuða og Logsuða.

Þá býður Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins upp á tölvunámskeið þar sem farið er í nokkur forrit sem nýtast við textavinnslu, töflugerð ofl. Námskeiðin eru haldin undir samheitinu; Tölvur – ekkert mál!

Þá stendur Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins ásamt Starfsmenntaráði, fræðslumiðstöð iðnaðarins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Borgarholtsskóla, Menntaskólanum í Kópavogi, Iðnskólanum í Reykjavík og Mími-símenntun að námskeiðum sem ætluð eru einstaklingum sem ekki hafa lokið iðnnámi. Hér er um tilraunaverkefni að ræða sem hefur hlotið heitið; Bættu um betur!


Vef Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins er að finna á slóðinni http://wayback.vefsafn.is/wayback/20060303193311/www.metal.is/um_FM.php?id=2


Fullorðinsfræðsla hjá stéttarfélögum

[breyta]

Stéttarfélög á Íslandi bjóða mörg hver upp á námskeið fyrir félaga sína. Ýmist er um að ræða námskeið er snerta tengsl félagsmanna við viðkomandi stéttarfélag og þjónustu þess, s.s. trúnaðarmannanámskeið. Þá bjóða fjölmörg stéttarfélög upp á lengri eða styttri námskeið þar sem markmiðið er að efla færni þátttakenda á afmörkuðu sviði. Þessi námskeið eru af mörgum toga t.d. tölvunámskeið, námskeið í framkomu, sjálfsstyrkinganámskeið ofl.


Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra

[breyta]

Er eins og nafnið gefur til kynna skóli fyrir fullorðna fatlaða. Fjölmennt er hugsað sem símenntunarstofnun fyrir fatlaða einstaklinga 20 ára og eldri. Þ.e. hugsað fyrir þá sem hafa lokið framhaldsskóla og langar til að halda áfram í námi. U.þ.b. 400 nemendur sækja skólann í Reykjavík, en Fjölmennt er einnig staðsett á Akureyri og á Selfossi. Í Fjölmennt eru margar tegundir af námskeiðum í gangi. Má þar nefna íþróttir, sund, tónlist, tölvur, tungumál, leiklist, myndlist o.fl. o.fl. Heimasíða Fjölmenntar er www.fjolmennt.is Theodór Karlsson


BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja

[breyta]

Markmið Fræðslunefndar BSRB er að miðla fróðleik og þjálfun sem nýtist félögum í BSRB á vettvangi félagsmála og í samskiptum. Á vegum BSRB eru haldin grunnnámskeið fyrir trúnaðarmenn, fyrir stjórnarmenn í aðildarfélögum eru námskeið í forystufræðslu og námskeið í samningatækni fyrir samninganefndir aðildarfélaga. Í námskeiðum um forystufræðslu er m.a. lögð áhersla á sjálfseflingu, framkomu, tjáningu og ræðumennsku. Fyrir þá félaga BSRB sem láta af störfum fyrir aldurs sakir eru haldin starfslokanámskeið.

Fræðslunefnd BSRB hefur beint sjónum sínum og kröftum tímabundið að tilteknum sviðum í fræðslu. Má hér nefna að í samvinnu við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann og símenntunarmiðstöðvar hafa verið haldin tölvunámskeið. Um þessar mundir er lögð áhersla á að bjóða félagsmönnum samtakanna tungumálanámskeið í samvinnu við Framvegis og símenntunarstöðvarnar.

Þar sem BSRB er aðili að Félagsmálaskóla alþýðu hafa félagsmenn tök á að sækja námskeið skólans og þar á meðal félagsmálanámskeið.

Vefur BSRB er á slóðinni http://www.bsrb.is/


Efling stéttarfélag

[breyta]

Efling stéttarfélag rekur öfluga námskeiðsstarfsemi. Hjá stéttarfélaginu geta félagsmenn sótt námskeið á fjölmörgum sviðum. Dæmi um námskeið eru trúnaðarmannafræðsla þar sem fram fer fræðsla um grundvallaratriði vinnumarkaðarins. Í boði eru námskeið í stjálfsstyrkingu, framsagnarnámskeið, starfslokanámskeið, námskeið í starfsmannaviðtölum og fjármálanámskeið.

Grunnmenntaskólinn er samstarfsverkefni Eflingar og Mímis-símenntunar sem ætlað er einstaklingum með skamma skólagöngu. Á námskeiðum Grunnmenntaskólans er lögð áhersla á grunn námsgreinar eins og íslensku, ensku, stærðfræði og í notkun tölva. Þá er fræðsla um sjálfsstyrkingu, samskipti og boðið upp á náms- og starfsráðgjöf. Námið er einstaklingsmiðað og ekki eru tekin próf á námskeiðum í honum.

Vefsvæði Eflingar er aðgengilegt á slóðinni http://efling.is/


Verkalýðsfélagið Hlíf

[breyta]

Verkalýðsfélagið Hlíf er þátttakandi í Starfsafli, sem er starfsmenntasjóður Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. Markmið Starfsafls er að efla starfs- og símenntun starfsfólks á almenna vinnumarkaðinum.

Hlíf starfrækir námskeiðssjóð sem er starfsmenntasjóður fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Sveitarfélagsins Álftaness og starfsmenn hjá Samtökum sjálfstæðra skóla.

Hlíf á samstarf með Eflingu og VSFK um starfsemi þróunar- og símenntunarsjóðs. Markmið sjóðsins er m.a. að efla starfs- og símenntun fyrir starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs, St. Jósefsspítala, Hrafnistu, Heilsugæslunnar og Vegagerðarinnar. Tilgangur með rekstri sjóðsins er að félagar í Hlíf verði hæfari til þess að takast í við fjölbreytileg verkefni í starfi sínu.

Vefur Verkalýðsfélagsins Hlífar er á slóðinni http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090813135334/hlif.is/Default.asp?Sid_Id=1768&tId=2&Tre_Rod=&qsr


Fræðslunet Suðurlands

[breyta]

Fræðslunet Suðurlands var stofnað á degi símenntunar 28. ágúst 1999 og er með aðsetur á Selfossi. Meginmarkmið stofnunarinnar, skv. stofnskrá hennar er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu. Boðið er upp á mjög fjölbreytt úrval námskeiða, bæði í bóklegum og verklegum greinum. Innan Fræðslunets Suðurlands starfar Vísinda- og rannsóknarsjóður. Markmið hans er að styrkja stúdenta, sem eru að vinna að lokaprófsverkefni, til rannsóknarstarfa á Suðurlandi í samræmi við markmið skipulagsskrár Fræðslunets Suðurlands. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands er: http://fraedslunet.googlepages.com

VISKA - Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja

[breyta]

VISKA stendur fyrir metnaðarfullri endurmenntun og er með tvo starfsmenn á sínum snærum. Meðal námskeiða sem boðið hefur verið upp á er: Bókmenntir, stjórnun og rekstur, matargerð, menning og útivist, heilbrigðismál, tómstundir og listir, tungumál, tölvur, uppeldi og ummönnun, réttindanám og fleira. Markmiðið með stofnun VISKU var að • Efla menntun í Vestmannaeyjum með því að standa fyrir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námsskrárbundið nám á grunn- og framhaldsskólastigi. • Hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á sem flestum sviðum • Miðla framboði á fræðslu og fjarkennslu til almennings og atvinnulífs í Vestmannaeyjum • Vinna í samstarfi við aðra aðila í landinu sem sinna símenntun, og menntun á háskólastigi • Vera í fararbroddi í nýtingu á bestu fáanlegri fjarkennslutækni hverju sinni. VISKA er til húsa að Strandgötu 50 (Setrinu) þar sem hún hefur til umráða skrifstofu og kennslustofu, en einnig hefur VISKA til umráða fjarkennslustofu í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Heimasíða VISKU er: http://viska.eyjar.is/default.asp


Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS)

[breyta]

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, var stofnuð árið 1997 af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, félögum launafólks á Suðurnesjum, félögum vinnuveitenda á Suðurnesjum og Reykjanesbæ. MSS, er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt námsúrval sem þjóni fyrirtækjum, stofnunum, menntastofnunum og almenningi með því að samræma framboð endur- og símenntunar með auknum tengslum atvinnulífs og skóla. MSS býður upp á nám sem ekki heyrir beint undir formlegt námsframboð skóla og er þar einkum átt við frístundanám og starfstengd námskeið og námskeiðaraðir. Kennslan fer að mestu leyti fram í Reykjanesbæ en einnig er kennt í Sandgerði, Garði, Grindavík og víðar. Heimasíða MSS er: http://www.mss.is


Símenntunarstöðin á Vesturlandi

[breyta]

Árið 1999 var Símenntunarstöðin á Vesturlandi stofnuð af Fjölbrautaskóla Vesturlands, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Viðskiptaháskólanum á Bifröst, ásamt stéttarfélögum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Vesturlandi. Var það gert með það fyrir augum að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og símenntun sem taki mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Sérstaklega skyldi stofnunin huga að þörfum íbúa á Vesturlandi í þessu sambandi. Meginmarkmið Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi er að: • Að efla símenntun í atvinnulífinu • Að sjá til þess að allir íbúar hafi aðgang að menntun við hæfi • Að ná til fólks með stutta skólagöngu • Að vera virk upplýsingaveita um námsmöguleika fullorðinna • Að veita góða þjónustu í samræmi við óskir umhverfisins Símenntunarstofnunin er öflug sjálfseignarstofnun með styrka bakhjarla og skilgreinir sig sem miðju þróunar og miðlunar þekkingar fullorðinna á svæðinu og fyrsti kostur íbúa og atvinnulífs í öflun hennar. Símenntunarstofnunin á Vesturlandi tengir þannig saman þá sem vinna að miðlun og öflun þekkingar fullorðinna á Vesturlandi. Námskeiðin fara fram hjá þeim menntastofnunum sem að símenntunarstöðinni standa, sjá nánar á heimasíðu. Heimasíða Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi er: http://www.simenntun.is


Fræðslumiðstöð Vestfjarða

[breyta]

Fræðslumiðstöð Vestfjarða var formlega stofnuð haustið 1999. Markmiðið með stofnun hennar var að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi bæði í formi styttri almennra námskeiða, endurmenntunarnámskeiða og starfstengdra námskeiða, en þó ekki hvað síst að auka möguleika á námi á háskólastigi m.a. með því að nýta hina háþróuðu tækni sem nú stendur til boða, þ.e tölvusamskipti, internettengingu, fjarfundabúnað o.fl. Boðið er upp á grunnmenntun á afmörkuðum sviðum (starfsmenntun/einstök námskeið), framhaldsmenntun, endurmenntunarnámskeið, og styttri fagtengd námskeið af ýmsu tagi. Fræðslumiðstöðin er félagi í Kvasir sem eru samtök fræðslu- og símenntunarstöðva á landsbyggðinni og þau eru einnig í Leikn sem eru samtök fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi og voru stofnuð vorið 2005. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum, t.d. tómstundanámskeiðum, tungumálanámskeiðum, tölvu- og upplýsinganámskeiðum og síðast en ekki síst námskeiðum fyrir atvinnulífið m.a. unnið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum með aðferðafræðinni Markviss- (markviss uppbygging starfsmanna.) Heimasíða Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er: http://www.frmst.is/


Farskólinn - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

[breyta]

Farskólinn er sjálfseignarstofnun, stofnaður af ýmsum hagsmunaaðilum á Norðurlandi vestra, t.d. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, Menningar og fræðslusambandi alþýðu, auk sveitarfélaga, stéttarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Farskólinn er með aðsetur á Sauðárkróki en námskeið á vegum skólans fara fram víða, t.d. á Blönduósi, Skagaströnd, Hvammstanga, Siglufirði, Hofsósi, Hólum í Hjaltadal og víðar. Námskeiðin eru kennd bæði á staðnum og í fjarnámi.

Námsver og námsstofur eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði. Í námsverunum hafa fjarnemar á háskólastigi aðstöðu til að læra eða sækja kennslustundir.

Eitt samstarfsverkefni nokkurra stéttarfélaga á Norðurlandi vestra og Farskólans er Sarpurinn, en Sarpurinn er annars vegar tveggja anna námsefni í ensku, íslensku, stærðfræði, tölvufræði og sjálfsefli og hins vegar mappa sem getur innihaldið hin ýmsu gögn, t.d. námsefni, prófskírteini, viðurkenningar og ráðningarsamninga. Tilgangur verkefnisins er að efla grunnmenntun félagsmanna stéttarfélaganna á Norðurlandi vestra. Hvert námskeið gefur tvær einingar í vali við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ( fyrir utan sjálfseflið). Heimasíða Farskólans er: http://www.farskolinn.is/

Símey - Símenntunarstöð Eyjafjarðar

[breyta]

Símey var stofnuð á Akureyri í mars árið 2000 af Háskólanum á Akureyri, framhaldsskólunum og listaskólunum á Akureyri, sveitarfélögunum í Eyjafirði, stéttarfélögum í Eyjafirði, félögum atvinnurekenda, ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu. Hin víðtæka samstaða um stofnun Sameyjar skapar frjóan jarðveg að vinna í og nýja möguleika á sviði símenntunar sem ekki voru fyrir hendi áður. Símenntunarstöð Eyjafjarðar hefur það að markmiði að auka framboð og fjölbreytni símenntunar á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er gert í samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki sem leggja metnað sinn í faglegt og vandað námsframboð. Boðið er upp á námskeið sem sniðin eru sérstaklega að þörfum fyrirtækja, stofnana og annarra hópa, auk mikils fjölda fjölbreyttra námskeiða fyrir einstaklinga. Heimasíða Sameyjar er: http://www.simey.is


Þekkingarsetur Þingeyinga

[breyta]

Þekkingarsetur Þingeyinga er miðstöð símenntunar, háskólanáms og rannsókna í Þingeyjarsýslum. Það starfar á grunni tveggja stofnana sem sameinaðar voru á árinu 2006, þ.e. símenntunarstofnunarinnar Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga (FræÞings) og háskólanáms- og rannsóknarsetursins sem starfaði undir nafninu þekkingarsetur Þingeyinga fram að sameiningunni. Hin sameinaða stofnun byggir á grunni hinna tveggja en nýtir nafn og kennitölu þeirrar síðarnefndu. Fræðslumiðstöðin hóf starfsemi árið 1999 með aðsetur á Kópaskeri og sinnti fullorðinsfræðslu og símenntunarstarfi í héraðinu. Þekkingarsetrið var hinsvegar stofnað árið 2003 samhliða Náttúrustofu Norðausturlands sem starfar innan setursins. Þekkingarsetur Þingeyinga hefur aðsetur á Húsavík en skilgreinir þó Þingeyjarsýslur, norður og suður sem starfssvæði sitt. Þekkingarsetrið stendur fyrir námskeiðum og hefur milligöngu um nám í samstarfi við einstaklinga og atvinnulífið. Þekkingarsetur Þingeyinga rekur háskólanámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er setrið miðstöð rannsókna á svæðinu, og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu. Þekkingarsetrið hefur yfir að ráða mjög rúmgóðri aðstöðu í virðulegu húsi að Garðarsbraut 19 í miðbæ Húsavíkur. Starfsemin er þríþætt í meginatriðum: • Símenntun og fullorðinsfræðsla • Háskólanám og –námsþjónusta • Rannsóknarstarf og –þjónusta Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er: http://www.hac.is


Þekkingarnet Austurlands

[breyta]

Þekkingarnet Austurlands var stofnað í júní 2006. Hið nýja félag yfirtekur alla starfsemi Fræðslunets Austurlands sem starfað hafði frá 1998. Þekkingarnetið er með aðsetur á Egilsstöðum en starfssvæðið er allt Austurland, frá Skeiðará í suðri að Langanesi í norðri. Þekkingarnet Austurlands rekur Háskólanámssetur á Egilsstöðum samkvæmt sérstökum samningi við Menntamálaráðuneytið. Auk þess tekur ÞNA þátt í rekstri námsvera á nokkrum stöðum á Austurlandi í samstarfi við framhaldsskóla og sveitarfélög. Þekkingarnet Austurlands er samstarfsvettvangur fræðslustofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga. Það er hins vegar ekki skóli, heldur er það tengiliður milli þeirra aðila sem sinna formlegri háskólakennslu og þeirra sem bjóða upp á símenntun og fullorðinsfræðslu annars vegar og hins vegar einstaklinganna, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Þekkingarnet Austurlands kynnir, miðlar og skipuleggur nám sem einstaklingar og fyrirtæki í fjórðungnum kunna að þurfa og óska eftir hverju sinni. Það leggur á ráðin með faghópum ýmis konar sem vilja bæta við þekkingu sína, um lengra eða styttra nám, útbýr sérvalin námskeið eftir óskum og sér um undirbúning þeirra svo sem útvegun kennara, húsnæðis o.fl. Heimasíða Þekkingarnets Austurlands er: http://fna.tna.is/


Verkefni nemenda á námskeiðinu Fullorðinsfræðsla. Námskeiðið skiptist í sjö þemu. Nemendur fjalla á almennan hátt um þessi þemu í þessari Wikibók:

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy