Fara í innihald

2G

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

2G er skammstöfun sem á við aðra kynslóð farsímatækni (enska: second generation). Fyrstu 2G-farsímakerfi voru byggð á GSM-staðlinum og opnuð í Finnlandi árið 1991 af Radiolinja. Meðal kosta 2G-kerfa miðað við svokölluð 1G-kerfi eru stafræn dulkóðun á öllum samskiptum, aukin hagkvæmni á úthlutun útvarpstíðna, og gagnaþjónusta, en fyrsta dæmið um hana var smáskilaboð (SMS). 2G-tækni gerði farsímafyrirtækjum kleift að bjóða upp á smáskilaboð, myndskilaboð og margmiðlunarskilaboð (MMS). Öll smáskilaboð sem send eru með 2G-farsímakerfi eru stafrænt dulkóðuð sem þýðir að aðeins móttakandi skilaboðanna getur lesið þau.

Útvarpsmerki á 1G-farsímanetum eru hliðræn en á 2G-netum eru öll merki stafræn. Í báðum kerfum er notast við stafræn merki til að tengjast loftnetum við restina af símakerfinu. Nýrri tækni eins og 3G og 4G hefur leyst 2G af hólmi, en 2G-kerfi eru enn notuð víða um heiminn.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy