Fara í innihald

Aceh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Aceh-hérað í Indónesíu (grænt)

Aceh er hérað í Indónesíu, á norðurodda eyjunnar Súmötru. Höfuðstaður héraðsins er Banda Aceh. Norðan við Aceh er Andamanhaf og Andaman- og Níkóbareyjar sem tilheyra Indlandi, en austan við héraðið er Malakkasund og Malakkaskagi.

Aceh var miðstöð soldánsdæmisins Aceh frá 15. öld til upphafs 20. aldar. Soldánsdæmið Samudera Pasai sem var á norðurströnd núverandi Aceh-héraðs frá 13. öld til 16. aldar lék lykilhlutverk í útbreiðslu Íslam í Suðaustur-Asíu vegna áhrifa arabískra kaupmanna.

Aceh var næst miðju jarðskjálftans í Indlandshafi 2004 og flóðbylgjan eyddi stærstum hluta af vesturströnd héraðsins. Um 170.000 manns létust eða týndust í hamförunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy