Fara í innihald

Alpasteingeit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alpasteingeit
alpasteingeitarhafur
alpasteingeitarhafur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Undirætt: Caprinae
Ættkvísl: Capra
Tegund:
C. ibex

Tvínefni
Capra ibex
(Linnaeus, 1758)

Alpasteingeit (Capra ibex) er undirtegund steingeitar sem lifir í Alpafjöllum. Búsvæði er í bröttum hlíðum nálægt snjólínu. Alpasteingeitur eru félagsdýr en kynin eru þó aðskilin nema á mökunartíma. Karldýrin eru stærri og með sveigð, stærri horn. Feldurinn er brúngrár og er hausinn styttri en á öðrum steingeitum. Lífaldur er allt að 19 ár.

Tegundin var í útrýmingarhættu eftir að hafa verið útrýmt af stórum svæðum á 19. öld. Eina búsvæðið var í Piemonte á Ítalíu og Gran Paradiso-þjóðgarðinum sem stofnaður var 1922. Frá þeim svæðum hefur tegundin verið flutt til annarra svæða í Ölpunum.


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy