Fara í innihald

Andy Cole

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andrew Alexander Cole eða Andy Cole eins og hann er oftast kallaður (fæddur í 15. október 1971 í Nottingham) er Enskur fyrrum knattspyrnumaður, hann er þekktastur fyrir afrek sín með Manchester United og Newcastle, þó hann hafi spilað fyrir fleiri lið á ferlinum ásamt því að hafa spilað 15 landsleiki fyrir Enska landsliðið.

Andy Cole gefur eiginhandaráritun fyrir utan heimavöll Manchester City í október árið 2005.

Newcastle 1993-1995

[breyta | breyta frumkóða]

Andy Cole var keyptur til Newcastle af Kevin Keegan sem þá var knattspyrnustjóri félagsins. Þá var liðið í fyrstu deild og var honum ætlað að hjálpa félaginu að komast aftur í deild þeirra bestu. Það tókst, og á fyrsta ári í úrvalsdeild tókst þeim að ná 3.sæti. Hann var síðan seldur til Manchester United fyrir milljónir punda. Hann spilaði 70 leiki fyrir Newcastle og skoraði all 55 mörk á tíma sínum þar.

Manchester United 1995-2001

[breyta | breyta frumkóða]

Hjá Manchester United spilaði hann opnunarleik sinn í 1-0 sigri á Aston Villa á Old Trafford. Sama ár unnu þeir deildina á ævintýralegan hátt eftir kapphlaup við Newcastle. 1998/99 er þó hans frægasta ár með félaginu, það ár unnu þeir þrennuna þ.e Meistaradeild Evrópu, Bikarkeppnina og Premier League. Á tíma sínum hjá Manchester United lék Andy Cole 195 leiki og skoraði 93 mörk. Samstarf hans og Dwight Yorke í framlínunni var heimsþekkt, enda náðu þeir einstaklega vel saman.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy