Argon
Neon | |||||||||||||||||||||||||
Klór | Argon | ||||||||||||||||||||||||
Krypton | |||||||||||||||||||||||||
|
Argon er frumefni með efnatáknið Ar og sætistöluna 18 í lotukerfinu. Í andrúmsloftinu er um það bil 1% argon.
Almenn einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Argon er 2,5 sinnum uppleysanlegra í vatni en nitur sem hefur um það bil sömu leysni og súrefni. Þetta mjög svo stöðuga efni er lit- og lyktarlaust bæði í vökva- og gasformi. Engin náttúruleg efnasambönd argons eru þekkt, sem er ein af ástæðum þess að það var áður kallað óvirkt gas. Vísindamenn við Háskólann í Helsinki lýstu myndun argonflúrsýru (HArF), sem er mjög óstöðugt efna samband vetnis, flúors og argons, árið 2000, en það hafa aðrir ekki staðfest.
Þótt engin efnasambönd argons hafi enn verið staðfest, getur argon myndað holefni í vatni þegar argonatóm festast í grind af vatnssameindum. Tölvuútreikningar hafa sýnt fram á að nokkur argonsambönd ættu að geta verið stöðug en sem stendur er engin leið þekkt til þess að búa þau til með efnasmíði.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Argon er notað í lýsingu því að það hvarfast ekki við glóðarþræði í ljósaperum, jafnvel við mjög hátt hitastig, og einnig í öðrum tilvikum þar sem óhentugt er að nota tvíatóma nitur sem óvirkt gas. Geta má um önnur not, svo sem:
- Argon er notað sem óvirkur gasskjöldur í mörgum tegundum rafsuðu.
- Sem óhvarfgjarnt hlífðarefni við framleiðslu á títani og öðrum hvarfgjörnum frumefnum.
- Sem verndandi lofthjúpur við ræktun kísil- og germankristalla.
- Samsætan argon-39 er til margvíslegra nota, einkum í rannsóknum á ískjörnum. Hún hefur einnig verið notuð við aldursgreiningu á grunnvatni.
- Í frystiskurðlækningaaðgerðum eins og til dæmis frystiafnámi, er argon í vökvaformi notað til að eyða krabbameinsfrumum.