Austurslavnesk tungumál
Útlit
Austurslavnesk tungumál | ||
---|---|---|
Ætt | Indóevrópskt Baltóslavneskt Slavneskt | |
Frummál | Fornausturslavneska | |
ISO 639-5 | zle | |
Lönd þar sem austurslavneskt mál er talað
|
Austurslavnesk tungumál er ein þriggja greina slavneskra mála, sem er töluð í Austur-Evrópu. Hún er langstærst greinanna þriggja, en hinar eru vesturslavnesk og suðurslavnesk mál. Til austurslavneskra mála teljast hvítrússneska, rússneska og úkraínska — rúsínska er ýmist talin úkraínsk mállýska eða sjálfstætt tungumál. Austurslavnesk mál eiga sameiginlega formóður sem töluð var í Kænugarðsríkinu frá 9. til 13. aldar.
Öll austurslavnesk mál eru rituð með kýrillísku stafrófi með nokkrum afbrigðum.