Fara í innihald

BeOS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

BeOS var stýrikerfi fyrir einkatölvur sem Be Inc. byrjaði að forrita árið 1991. Í fyrstu var það forritað fyrir tölvuna BeBox. Kerfið var hannað fyrir notkun af stafrænum fjölmiðlum og var skrifað í C++ til að gera forritun þægilega. Kerfið notar 64-bita skráakerfið BFS. BeOs er samþýðanlegt staðlinum POSIX og getur verið notað með skipanalínuviðmót með Bash, enda þótt það sé ekki byggt á Unix.

BeOs var sett á markað til þess að keppa við Microsoft Windows og Mac OS. BeOS náði hins vegar ekki neinni markaðshlutdeild að ráði sem leiddi á endanum til upplausnar fyrirtækisins. Eignir þess voru seldar til Palm, Inc.

Stýrikerfið er í dag notað af áhugamönnum, og hafa nokkur verkefni verið sett á fót til að reyna að koma þróun þess aftur í gang. Í dag er einungis eitt slíkt verkefni í virkri þróun, Haiku, sem er í raun útfærsla á stýrikerfinu skrifuð upp á nýtt frá grunni.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy