Fara í innihald

Biskup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) ásamt Ragnheiði Jónsdóttur eiginkonu sinni og tveimur fyrri konum sínum, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Myndin máluð í Kaupmannahöfn 1684

Biskup (áður skrifað byskup) er titill embættismanna í hinum ýmsu kristnu kirkjum, og hlutverk þeirra mismunandi eftir kirkjudeildum. Orðið biskup (επισκοπος) á uppruna sinn að rekja til gríska orðsins episkopos sem þýðir sá sem skyggnist um, eða hefur eftirlit með eða einu orði skyggnari, en það er einnig gamalt heiti á biskupi í íslensku. Biskupar voru einnig nefndir klerkagoðar í skáldamáli. Fyrst eftir siðaskiptin voru biskupar á íslandi nefndir súperintent. Lýðbiskup (eða ljóðbiskup) voru undirbiskupar nefndir hér áður fyrr, og voru undirmenn erkibiskups.

Biskupsdæmi eru misvaldamikil og oft fer vald biskupa eftir trúarlegu hlutverki þeirra og hefðum. Í sumum kirkjudeildum (svo sem þeim rómversk-kaþólsku og rétttrúnaðarkirkjunni) eru til fleiri en ein gerð biskupa, sem hafa mismunandi valdsvið, til dæmis erkibiskupar og patríarkar. Páfinn í Róm er formlega rómversk-kaþólski biskup Rómaborgar og jafnframt æðsti biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem biskupar sjá oft um er að vígja presta og guðshús og stjórna ýmsum athöfnum.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy