Bréf
Útlit
Bréf eða sendibréf er skrifuð skilaboð frá einum aðila til annars. Hlutverk bréfa hefur breyst mikið síðan 19. öldin en einu sinni var bréfið eina leiðin til að hafa samband við einhvern á áreiðanlegan hátt.
Samskiptatækni hefur þróast og þess vegna er bréfið ekki svo mikilvæg samskiptaleið. Ritsími, sími, símbréf og Internetið hafa öll haft áhrif á skrift og sendingu bréfa. Núna er tölvupóstur notaður helst í stað bréfa. Stundum eru bréf enn notuð í dag, sérstaklega í formlegum aðstæðum.
Venjulega er bréf sett í umslag og svo í póstkassa, í gegnum póstinn.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Bréf.