Fara í innihald

Bragðskyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bragðskynið er getan til þess að skynja bragð. Bragðskyn grundvallast á efnahvörfum sem eiga sér stað á bragðlaukunum á yfirborði tungunnar, gómfillunnar og innra borði kinnanna. Það eru milli 2.000 og 5.000 bragðlaukar á bakhlið og framhlið tungunnar. Hver bragðlaukur inniheldur 50 til 100 bragðskynnema sem senda taugaboð til heilans þegar tiltekin efnahvörf eiga sér stað.

Bragðskyn nær yfir fimm grunnbrögð: sætu, sýrni, seltu, beisku og úmamí. Bragðskynnemar í munninum geta greint á milli þessara fimm grunnbragða með því að skynja viðbrögð ólíkra sameinda eða jóna.

Bragðskyn er flókið og byggist á samspili bragðs og lyktar en dofnað lyktarskyn dregur úr bragðskyni.[1] Bragðskyn fer að dofna við um það bil 50 ára aldur þegar dregur úr munnvatnsframleiðslu.

  1. „Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. desember 2018.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy