Fara í innihald

Brynjólfur Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brynjólfur Pétursson (15. apríl 181018. október 1851) var íslenskur lögfræðingur og embættismaður og einn Fjölnismanna.

Brynjólfur var fæddur á Víðivöllum í Skagafirði og var einn hinna þekktu Víðivallabræðra, sona Péturs Péturssonar prófasts og seinni konu hans, Þóru Brynjólfsdóttur Halldórssonar biskups, en hinir voru þeir Jón Pétursson háyfirdómari og Pétur Pétursson biskup. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1828 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1837. Hann hóf þá störf í Rentukammerinu (danska fjármálaráðuneytinu), var skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn frá lokum einveldis 1848 til dauðadags og fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-1849.

Á námsárum sínum var Brynjólfur einn Fjölnismanna ásamt þeim Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Hann var í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti þess 1848-1851.

Hann dó í Danmörku rúmlega fertugur og var ókvæntur og barnlaus.

  • „Candidati juris. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 3. árgangur 1882“.


Fyrirrennari:
Magnús Hákonarson
Ritstjóri Skírnis
(18391841)
Eftirmaður:
Gunnlaugur Þórðarson


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy