Fara í innihald

Eðlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eðlur
Tímabil steingervinga: júratímabilið til okkar daga
„Lacertilla“, úr Artforms of Nature eftir Ernst Haeckel, 1904
„Lacertilla“, úr Artforms of Nature eftir Ernst Haeckel, 1904
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Undirættbálkur: Lacertilia
Günther, 1867
Ættir

Margar, sjá texta.

Eðlur eru hreisturdýr sem tilheyra undirættbálkinum Lacertilia eða Sauria.

Þær eru venjulega ferfættar með ytri eyrnaop og hreyfanleg augnlok. Stærstu eðlurnar eru kómódódreki sem nær þremur metrum, en þær minnstu eru aðeins nokkrir sentímetrar. Þær hafa aðlagast ýmsum aðstæðum of finnast í margvíslegum búsvæðum víða um heim, í eyðimerkum, á graslendi, í skóglendi og mýrlendi og til fjalla. Margar tegundir lifa í trjám — af þeim eru kamelljónin sérhæfðust með gripfætur og griphala, langa veiðitungu og afar góða sjón. Augu kamelljóna geta hreyst sjálfstætt í allar áttir.

Fæða og atferli

[breyta | breyta frumkóða]

Flestar stórvaxnar eðlur eru jurtaætur. Sækemban er eina eðlan sem lifir í sjó; hún étur þang.

Monitor-eðlurnar í Eyjaálfu og Asíu eru einu stóru eðlurnar sem eru rándýr. Þær eru óvenju virkar eðlur og geta ráðist á stór spendýr. Kómódódrekinn situr fyrir hjörðum dádýra og beitir eitruðu biti til að sljóvga og loks drepa bráðina.

Fæðuatferli eðla er fjölbreytt og nær öfgakennt í sumum tilfellum. Leiocephalus schreibersi situr á sömu greininni frá sólsetri til sólseturs og er alveg hreyfingarlaus 99% tímans. Einu hreyfingarnar eru eldsnöggar árásir á skordýr. Ameiva chrysolaema er virk í aðeins 4-5 tíma á dag en er á nær stanslausri hreyfingu og það á miklum hraða.

Tvær megin aðferðir við fæðuöflun: Fyrirsát og span.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy