Fara í innihald

Elstu konungsættirnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Elstu konungsættirnar eru fyrstu konungarnir sem ríktu yfir sameinuðu Egyptalandi. Tímabilið nær yfir fyrstu tvær konungsættirnar sem ríktu um það bil frá 31. öld f.Kr. til 27. aldar f.Kr. þar til Gamla ríkið hófst. Tímabilið einkennist af styrkingu og þróun miðstjórnarvalds.

Samkvæmt Forn-Egyptum sjálfum komu þeir upprunalega frá landi sem hét Púnt og egyptalandsfræðingar vilja staðsetja þar sem nú er Erítrea eða Súdan. Þeir kölluðu sig þjóð landanna tveggja með tilvísun til Efra Egyptalands og Neðra Egyptalands.

Samkvæmt sagnaritaranum Maneþon var fyrsti konungurinn Menes, en elsti konungur fyrstu komungsættarinnar sem heimildir greina frá er Hor-Aha. Einnig er til steinspjald sem ber nafn Narmers (síðasta fornkonungsins fyrir sameiningu landanna) sem virðist segja frá því þegar hann sameinar löndin tvö, og því vilja sumir gera hann að fyrsta konungi fyrstu konungsættarinnar.

Á tímum elstu konungsættanna fóru konungar að reisa sér íburðarmikil grafhýsi, mastöbur, úr óbrenndum leirhleðslum, sem voru undanfarar þrepapýramídanna. Stjórnsýslumiðstöðvar miðstjórnarvaldsins og héraðsstjóra hafa verið opnir hofgarðar úr viði eða sandsteini.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy