Fara í innihald

Erie-vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Við strönd vatnsins í Ohio.
Put-in-Bay við South Bass-eyju.
Þörungavöxtur við vatnið.
Erie-vatnasnákurinn (Nerodia sipedon).

Erie-vatn (enska Lake Erie, franska: Lac Érié) er eitt fimm Vatnanna miklu. Það er næstminnst þeirra að flatarmáli eða tæplega 26.000 ferkílómetrar. Það er grynnst vatnanna og mesta dýpi þess nær aðeins 64 metrum. Erie-vatn liggur að kanadíska fylkinu Ontaríó í norðri og bandarísku fylkjunum Ohio, Pennsylvania og New York í suðri og austri. Það er nefnt eftir Erie-frumbyggjum sem bjuggu á suðurströnd þess.

Helsta fljót sem rennur í það er Detroit-fljót. Niagara-fljót er helsta afrennsli þess. Í því eru vatnsaflsvirkjanir sem framleiða rafmagn sem nýtt er bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Stærstu borgir við vatnið eru í Bandaríkjunum; Buffalo (New York), Erie (Pennsylvania), Toledo (Ohio) og Cleveland (Ohio). Mengun og ofauðgun hafa verið vandamál við Erie-vatn. Atvinnuveiðar hafa minnkað undanfarna áratugi en frístundaveiði er algeng.

Erieskurður er einn elsti skipaskurður Bandaríkjanna.

Point Pelee-þjóðgarðurinn í Ontaríó er á norðurströnd vatnsins.

Víðmynd. Að vetri til, horft til Cleveland.

Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Erie“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. feb. 2017.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy