Fara í innihald

F-4 Phantom II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
McDonnel Douglas F-4 Phantom II
McDonnel Douglas F-4 Phantom II

McDonnell Douglas F-4 Phantom II er tveggja sæta, tveggja hreyfla orrustuþota og létt sprengjuflugvél sem McDonnell Aircraft þróaði fyrir bandaríska sjóherinn. Vélin reyndist fjölhæf og var tekin í notkun af bandaríska sjóhernum, landgönguliðinu og flughernum. Vélin var notuð í Víetnamstríðinu.

Vélin var fyrst tekin í notkun árið 1960 og var notuð á 7., 8. og 9. áratugnum en var svo skipt út fyrir F-15 Eagle og F-16 Fighting Falcon þoturnar í flughernum; F-14 Tomcat og F/A-18 Hornet þoturnar í sjóhernum og F/A-18 í landgönguliðinu. Hún var enn í takmarkaðri notkun í Persaflóastríðinu en notkun hennar var endanlega hætt árið 1996. Ellefu aðrar þjóðir notuðu F-4 Phantom II vélar, það á meðal Ísrael og Íran.

Alls voru 5195 F-4 Phantom II-vélar framleiddar á árunum 1958 til 1981.

  • Angelucci, Enzo. The American Fighter (Sparkford, Somerset: Haynes Publishing Group, 1987).
  • Donald, David og Jon Lake (ritstj.). McDonnell F-4 Phantom: Spirit in the Skies (London: AIRtime Publishing, 2002).
  • Dorr, Robert F. og Jon Lake. Fighters of the United States Air Force (London: Temple Press, 1990).
  • Lake Jon. Phantom Spirit in the Skies (London: Aerospace Publishing, 1992).
  • Swanborough, Gordon og Peter Bowers. United States Military Aircraft Since 1909 (Washington, D.C.: Smithsonian, 1989).
  • Swanborough, Gordon og Peter Bowers. United States Navy Aircraft since 1911 (London: Putnam, 1976).
  • Thornborough, Anthony M. og Peter E. Davies. The Phantom Story (London: Arms and Armour Press, 1994).
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy