Fara í innihald

Háskólinn í Durham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háskólinn hefur notað kastalann í Durham síðan 1840.

Háskólinn í Durham (enska University of Durham eða Durham University) er háskóli staddur í Durham, Englandi. Hann var stofnaður árið 1832 með þinglögum og honum var gefið Royal Charter árið 1837. Hann var einn fyrsti háskóli sem opnaði á Englandi í rúmlega fimm hundruð ár og talið er að hann gæti verið þriðji elsti háskóli á Englandi. Háskólinn samanstendur af nokkrum deildum og 16 skólum (e. colleges), eins og í Oxford og Cambridge. Deildarnir sjá um kennslu og rannsóknir og skólarnir sjá um heimili og velferð grunnnemenda, framháldsnemenda, PhD-nemenda og nokkurra starfsmanna.

Háskólinn er talinn vera mjög virtur og er einn besti háskóli á Bretlandi. Heiðursrektor háskólans er Bill Bryson. Þeir sem útskrifast úr háskólanum má setja stafina Dunelm (latnesk skammstöfun á Durham). Eftirfarandi er listi yfir skólana innan háskólans:

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy