Fara í innihald

H. C. Hansen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
H. C. Hansen
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
1. febrúar 1955 – 19. febrúar 1960
ÞjóðhöfðingiFriðrik 9.
ForveriHans Hedtoft
EftirmaðurViggo Kampmann
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. nóvember 1906
Árósum, Danmörku
Látinn19. febrúar 1960 (53 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
AtvinnaLeturfræðingur

Hans Christian Svane Hansen, kallaður H. C. Hansen (8. nóvember 1906 – 19. febrúar 1960), var forsætisráðherra Danmerkur frá 1. febrúar 1955 til dauðadags.

H. C. Hansen var kominn af verkamannaætt frá Árósum og nam leturfræði. Hann gekk snemma til liðs við Jafnaðarmannaflokkinn og var formaður ungliðahreyfingar hans frá 1933 til 1937.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hansen var kjörin á danska þingið árið 1936 og sat þar til dauðadags. Hann var náinn samstarfsmaður Hans Hedtoft og tók við af honum sem ritari Jafnaðarmannaflokksins árið 1939. Hansen var leystur úr því embætti á tíma þýska hernámsins í seinni heimsstyrjöldinni. Á meðan Danmörk var hernumin sat Hansen í ólöglegri samskiptanefnd milli danskra ráðamanna og Frelsisráðsins, sem stýrði andspyrnu gegn hernámsliðinu.

Frá 1943 til 1946 njósnaði H. C. Hansen fyrir Bandaríkin og upplýsti þau meðal annars um verslunarsamninga Dana við Sovétríkin og samstarf þeirra með Þjóðverjum á stríðsárunum.[1]

Í ríkisstjórninni sem stofnuð var við frelsun Danmerkur árið 1945 varð Hansen fjármálaráðherra. Hann tók aftur við því embætti í ríkisstjórn Hedtofts frá 1947 til 1950.[2]

Árið 1953 varð Hansen utanríkisráðherra og síðan forsætisráðherra þegar Hedtoft lést í janúar 1955.[3] Hansen gegndi utanríkisráðherraembættinu samhliða forsætisráðherraembættinu til ársins 1958. Hann sýktist af krabbameini stuttu síðar og lést árið 1960.[4]

H.C. Hansen var hlynntur því að leiða Danmörku inn í Atlantshafsbandalagið árið 1949 og var ötull stuðningsmaður danskrar samvinnu við Bandaríkin og lýðræðisríki Vestur-Evrópu. Þegar Vestur-Þýskaland hlaut aðild að Atlantshafsbandalaginu árið 1955 samdi Hansen við stjórnvöldin í Bonn og gaf út með þeim sameiginlega yfirlýsingu þar sem réttindi danska minnihlutans í Suður-Slésvík voru tryggð.

Haustið 1957 tók stjórn Hansens þátt í innflutningi kjarnorkuvopna á danska grundu þegar hann samþykkti beiðni bandaríska sendiherrans um flutning „skotfæra sérstaks eðlis“ til Grænlands (sem var þá danskt amt). Á kosningaplakötum fyrr sama ár höfðu Jafnaðarmenn þó notað slagorðið „H. C. Hansen segir nei við kjarnavopnum í Danmörku.“[5]

Hansen var talinn lausnamiðaður og á stjórnartíð hans voru ný lífeyrislög innleidd árið 1957. Á ráðherratíð hans tóku ný skólalög jafnframt gildi.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]

H. C. Hansen hafði samið ljóð og söngva frá unga aldri og flutti þau gjarnan sjálfur. Hann þýddi jafnframt fjölda fagurbókmennta á dönsku.[6]

Þann 4. júní 2008 færði Peer Henrik Hansen rök fyrir því í doktorsritgerð sinni við Hróarskelduháskóla að H. C. Hansen hefði unnið með bandarísku leyniþjónustunni í og eftir seinni heimsstyrjöldina en ekki væri ljóst hvaða stöðu hann hefði haft.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Troels Jensen (4. júní 2008). „Tidligere statsminister var spion for USA“. DR Nyheder.
  2. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (8. nóvember 1956). „H. C. Hansen forsætisráðherra“. Alþýðublaðið. bls. 5; 7.
  3. Hakon Stangerup (18. febrúar 1955). „Hinn nýskipaði forsætisráðherra Dana: Góðviljaður, dyggur og snjall“. Morgunblaðið. bls. 9.
  4. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (28. febrúar 1960). „Í minningu H. C. Hansens“. Alþýðublaðið. bls. 4; 14.
  5. Erik Valeur og Andre (2002). Magtens bog. Aschehoug. Magtens Galleri, Arne Gaardmand
  6. „H.C. Hansen (1906-1960)“. danskforfatterleksikon.dk. Sótt 29. september 2021.


Fyrirrennari:
Hans Hedtoft
Forsætisráðherra Danmerkur
(1. febrúar 195519. febrúar 1960)
Eftirmaður:
Viggo Kampmann


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy