Fara í innihald

Hadíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hadíð (arabíska الحديث, fleirtala á arabísku er ahadith, þýðir nánast „frásögn“, „hefð“) er hugtak í íslam yfir stuttar frásögur af eða um Múhameð eða einhvern af nánustu fylgjendum hans. Tilgangur þessara frásagna er að varpa ljósi á hvað er rétt „hefð“ (sunna) til lausnar á ákveðnu vandamáli. Hadíðurnar hafa sérlega mikilvægu hlutverki að gegna við túlkanir á sharía-réttarreglum hins íslamska réttarkerfis. Hver hadíða samanstendur oftast af tveimur hlutum, isnad (stuðningur) og matn (aðalhluti, innihald). Isnadinn er listi yfir þær persónur sem borið hafa frásögnina, það er að segja alla frásagnarkeðjuna allt frá dögum Múhameðs og þar með hvers konar tiltrú sé hægt að leggja á hana.

Fjöldi hadíða er í núverandi söfnum mjög mikill - hundruð þúsunda - en margar þeirra eru einungis afbrigði. Andstæðar frásagnir eru einnig teknar með og er túlkun og íhugun á þessum mótsetningum sérstakur hluti af námi í íslömskum rétti. Sunní og shía múslimar hafa ekki sameiginleg hadíð-söfn og viðurkenna í mörgum tilvikum ekki sömu hadíður.

Kóranistar eru múslimar sem hafna hadíðum alfarið og byggja túlkun sína á íslamstrú eingöngu á kóraninum.

Hadíða-söfn

[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy