Harper Lee
Nelle Harper Lee (28. apríl 1926 – 19. febrúar 2016) var bandarískur rithöfundur sem er fræg fyrir skáldsöguna Að drepa hermikráku (enska: To Kill a Mockingbird) frá 1960. Bókin er ein af sígildum skáldsögum bandarískra bókmennta. Hún vann Pulitzer-verðlaunin árið 1961 og hefur verið kölluð besta skáldsaga 20. aldar.[1]
Að drepa hermikráku er lauslega byggð á atburðum og fólki sem Lee upplifði sem barn í bænum Monroeville í Alabama. Bókin fjallar um kynþáttahyggju og stéttaskiptingu í bandaríska suðrinu séð með augum tveggja barna. Æskuvinur Lee, Truman Capote, er fyrirmynd einnar persónu í bókinni.[2] Lee aðstoðaði Capote við rannsóknir fyrir skáldsöguna Með köldu blóði sem kom út 1966.[3] Andstætt Capote var Lee ekki hrifin af frægðinni, kom nánast aldrei fram opinberlega og veitti engin viðtöl.[4] Hún tók þátt í gerð kvikmyndahandrits eftir sögunni, en kvikmyndin hlaut Óskarsverðlaun árið 1962.
Árið 2015 kom út skáldsagan Go Set a Watchman, sem á að gerast 20 árum eftir To Kill a Mockingbird, en er í raun eldra uppkast af sömu bók.[5] Útgáfan var umdeild þar sem Harper Lee hafði áður haldið því fram að hún myndi aldrei gefa út aðra bók.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „1960, To Kill a Mockingbird“. PBS. Sótt 30. nóvember 2014.
- ↑ Langer, Emily (19. febrúar 2016). „Harper Lee, elusive author of 'To Kill a Mockingbird,' is dead at 89“. The Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 19. febrúar 2016.
- ↑ Harris, Paul (4. maí 2013). „Harper Lee sues agent over copyright to To Kill A Mockingbird“. The Guardian.
- ↑ „A writer's story: The mockingbird mystery“. The Independent. 4. júní 2006. Sótt 3. ágúst 2008.
- ↑ Mahler, Jonathan (12. júlí 2015). „The Invisible Hand Behind Harper Lee's 'To Kill A Mockingbird'“. The New York Times. Sótt 15. desember 2015.