Fara í innihald

Harper Lee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Harper Lee um 1960.

Nelle Harper Lee (28. apríl 1926 – 19. febrúar 2016) var bandarískur rithöfundur sem er fræg fyrir skáldsöguna Að drepa hermikráku (enska: To Kill a Mockingbird) frá 1960. Bókin er ein af sígildum skáldsögum bandarískra bókmennta. Hún vann Pulitzer-verðlaunin árið 1961 og hefur verið kölluð besta skáldsaga 20. aldar.[1]

Að drepa hermikráku er lauslega byggð á atburðum og fólki sem Lee upplifði sem barn í bænum Monroeville í Alabama. Bókin fjallar um kynþáttahyggju og stéttaskiptingu í bandaríska suðrinu séð með augum tveggja barna. Æskuvinur Lee, Truman Capote, er fyrirmynd einnar persónu í bókinni.[2] Lee aðstoðaði Capote við rannsóknir fyrir skáldsöguna Með köldu blóði sem kom út 1966.[3] Andstætt Capote var Lee ekki hrifin af frægðinni, kom nánast aldrei fram opinberlega og veitti engin viðtöl.[4] Hún tók þátt í gerð kvikmyndahandrits eftir sögunni, en kvikmyndin hlaut Óskarsverðlaun árið 1962.

Árið 2015 kom út skáldsagan Go Set a Watchman, sem á að gerast 20 árum eftir To Kill a Mockingbird, en er í raun eldra uppkast af sömu bók.[5] Útgáfan var umdeild þar sem Harper Lee hafði áður haldið því fram að hún myndi aldrei gefa út aðra bók.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „1960, To Kill a Mockingbird“. PBS. Sótt 30. nóvember 2014.
  2. Langer, Emily (19. febrúar 2016). „Harper Lee, elusive author of 'To Kill a Mockingbird,' is dead at 89“. The Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 19. febrúar 2016.
  3. Harris, Paul (4. maí 2013). „Harper Lee sues agent over copyright to To Kill A Mockingbird“. The Guardian.
  4. „A writer's story: The mockingbird mystery“. The Independent. 4. júní 2006. Sótt 3. ágúst 2008.
  5. Mahler, Jonathan (12. júlí 2015). „The Invisible Hand Behind Harper Lee's 'To Kill A Mockingbird'. The New York Times. Sótt 15. desember 2015.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy