Fara í innihald

Heimastjórnarsvæði Palestínumanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauða svæðið sýnir Palestínu.
Grænu svæðin sýna þau svæði innan Vesturbakkans og Gasastrandarinnar sem voru undir stjórn Heimastjórnar Palestínumanna árið 2007.

Heimastjórnarsvæði Palestínumanna eru þrjú svæði (Vesturbakkinn, Gasaströndin og Austur-Jerúsalem) í Palestínu sem eru að nafninu til undir stjórn heimastjórnar Palestínumanna sem stefnir að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á þessum svæðum í samræmi við ákvæði Oslóarsamkomulagsins. Stjórn Ísraels gerir þó tilkall til svæðanna og þau eru í reynd undir stjórn Ísraelshers. Flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna vilja því tala um þessi svæði sem „hernumin svæði“, en Ísraelsstjórn og bandamenn hennar vilja tala um þau sem „umdeild svæði“.

Þessum svæðum er stundum ruglað saman við hernumdu svæðin sem Ísrael hertók í Sex daga stríðinu 1967 og telja, auk Vesturbakkans og Gasastrandarinnar, Gólanhæðir sem Sýrlendingar gera tilkall til og Sínaískaga sem var skilað aftur til Egyptalands.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy