Fara í innihald

Hertzsprung-Russell-línuritið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hertzsprung-Russell-línuritið, eða HR-línurit, er dreifirit sem flokkar stjörnur eftir sýndarbirtu, hitastigi, ljósafli og lit. Að öllu jöfnu er „birtustig/ljósafl“ sett á y-ás þess „hitastig/litur“ á x-áss þess. Grafið kortleggur hverja stjörnu fyrir sig. Á grafinu er áberandi lina sem gengur þvert yfir það. Sú lína kallast „meginröð“ grafsins og eru langflestar stjörnur á þeirri línu, yfir 90%. Á meginröð dvelja stjörnur sem mest á æviskeiði sínu á meðan þær breyta vetni í helíum. Sólin okkar er á meginröð og kallast G2V-stjarna. HR-línuritið var búið til af Ejnar Hertzsprung og Henry Norris Russell árið 1910 og breytti miklu hvað varðaði sýn manna á æviskeið stjarna jafnt sem heimsmynd stjarneðlisfræðinnar.

Margar gerðir eru af HR-línuritinu. Enn eru ekki til skýrar reglur varðandi staðlað HR-línurit en líkt og áður hefur verið nefnt er viðurkendasti staðallinn að hitastig sé á x-ás þess og ljósafl á y-ás. Einnig eru tengsl á milli massa stjarna og staðsetningu þeirra á HR-línuritinu. Massi stjarna er oft settur upp sem hlutfall af massa sólar með skálínum á grafi.

Nokkrir hópar eru á dreifiritinu. Líkt og sést á mynd eru hvítir dvergar aðskildir meginröðinni. Þeir hafa sína eigin litrófsflokkun sem nefnist WD (e. white dwarf). Aðrir hópar eru til dæmis risarnir. Efst á HR-ritinu eru reginrisar (e. supergiants) og eftir á þeim koma risar. Til eru gerðir af HR-ritinu sem hafa einnig stað fyrir bjarta risa og undirmálsstjörnur.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy