Fara í innihald

Hvörf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvörf (forngríska: περιπετεῖα, peripeteia) eru stefnubreyting á atburðarás í bókmenntaverki. Hugtakið er runnið frá Aristótelesi. Í riti sínu Um skáldskaparlistina skilgreinir hann það svo:

Hvörf er það, þegar á atburðarásinni verður alger stefnubreyting, eins og talað hefur verið um, og það á þann hátt að það sé sennilegt eða óhjákvæmilegt, eins og í Oídípúsi, þegar maðurinn kom til að gleðja Oídípús og losa hann við óttann vegna móðurinnar, en kom hinu gagnstæða til leiðar með því að ljóstra upp um uppruna hans.[1]

Aristóteles taldi að hvörf væru nauðsynleg í góðum harmleik og að best væri að þau færu saman við kennsl, eins og þegar Ödipus uppgötvar eigið ætterni. Í harmleikjum seinni tíma er oft en ekki alltaf að finna hvörf. Til dæmis eru þau greinileg í Makbeð eftir William Shakespeare en ekki eru allir sammála um að þau séu til staðar í Óþelló eftir sama höfund.[2]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Um skáldskaparlistina bls. 62.
  2. Jón Viðar Jónsson 1985, bls. 50-1.
  • Aristóteles (1976) (Kristján Árnason þýddi og ritaði inngang). Um skáldskaparlistina. Hið íslenska bókmenntafélag
  • Jón Viðar Jónsson (1985). Leikrit á bók. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy