Fara í innihald

Kefalósporín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grunnbygging kefalósporína þar sem -R táknar breytilegan hóp.

Kefalósporín (enska: Cephalosporin) eru bakteríudrepandi sýklalyf af flokki betalaktam-lyfja. Þau samanstanda af 5 kynslóðum lyfja. Þau komast í flest vökvahólf líkamans og utanfrumuvökvann, sérstaklega þegar bólga er til staðar. Þau komast illa í innanfrumuvökva og í augnhlaup (e. vitreous fluid). Einu kefalósporínin sem ná nægilegum styrk í heila- og mænuvökva til að hægt sé að byggja meðferð á þeim eru ceftriaxone, cefotaxime, ceftazidime og cefepime. Flest kefalósporín skiljast aðallega út um nýru og þarf því að skammtaaðlaga lyfin fyrir nýrnabilaða, nema ceftriaxone og cefoperazone sem hafa áberandi gallútskilnað.

Kefalósporín hafa eftirfarandi takmarkandi þætti: -Engin virkni gegn enterókokkum (nema ceftarolime sem virkar gegn E. faecalis en ekki E. faecium) -Engin virkni gegn methycillin ónæmum Staphylococcus aureus (nema ceftarolime) -Engin virkni gegn loftfælnum gram neikvæðum staflaga bakteríum (nema cefotetan og cefoxitin)


1. kynslóðar kefalósporín

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu kynslóðar kefalósporín sýna frábæra virkni gegn gram jákvæðum kokkum.

2. kynslóðar kefalósporín

[breyta | breyta frumkóða]

Annarar kynslóðar kefalósporín sýna aðeins minni, en samt sem áður góða, virkni gegn gram jákvæðum kokkum en 1. kynslóðar kefalósporín og sumum gram neikvæðum stöfum. Kefamýcín eru virk gegn Bacteroides, þar á meðal tegundinni Bacteroides fragilis.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy