Fara í innihald

Kyn (málfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyn (skammstafað sem k.) í íslenskri málfræði eru þrjú: kvenkyn, karlkyn og hvorugkyn.[1] Sum tungumál eins og danska hafa aðeins samkyn og hvorugkyn, þar sem samkynið er staðgengill fyrir karl- og kvennkyn.

Kyn í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Kvenkynið (skammstafað sem kvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hún“ fyrir framan, dæmi:

„Stelpa“. Hún stelpan.

„stelpa“ er þá í kvenkyni.

Karlkynið (skammstafað sem kk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hann“ fyrir framan, dæmi:

„Bolti“. Hann boltinn.

„Bolti“ er þá karlkyns orð.

Hvorugkynið (skammstafað sem hk. eða hvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „það“ fyrir framan, dæmi:

„Lýsi“. Það lýsið.

„Lýsi“ er þá hvorugkyns orð.

En vegna þess að þessi aðferð byggist á því að góð þekking í íslensku sé til staðar, geta útlendingar eða þeir sem að hafa ekki góðan skilning á íslensku ekki notað hana. Í stað ætti að læra kyn hvers nafnorðs utan að. Kyn sumra orða eru rökrétt, svo dæmi sé tekið:

„Kona“ (kvk.)
„Karl“ (kk.)
„Stelpa“ (kvk.)

En kyn flestra orða er ekki á rökum reist:

„Hestur“ (kk.)
„Hrísgrjón“ (hk.)
„Ljón“ (hk.)
„Api“ (kk.)
„Geimflaug“ (kvk.)

Þannig að ekki er hægt að „álykta“ kyn einhvers orðs.

Samsett orð

[breyta | breyta frumkóða]

Ef orð er samsett, tekur orðið kyn síðasta orðsins:

Karl (kk.) + kyn (hk.) = Karlkyn (hk.)
Tölva (kvk.) + leikur (kk.) = Tölvuleikur (kk.)

Kyn í latínu

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta fallbeygingin í latínu (sem endar á -a) inniheldur aðallega kvenkyns orð (eins og puella (stelpa), femina (kona) og domina (frú)) en þó eru nokkur orð sem eru í karlkyni (nauta (sjómaður), agricola (bóndi)). Þessi orð fallbeygjast oftast með -ae eða -æ, svo dæmi séu tekin; „puellae“ (stelpur), „feminae“ (konur), „dominae“ (frúr), „nautae“ (sjómenn) og „agricolae“ (bændur).

Önnur fallbeygingin í latínu (sem endar á -us og -um) hefur bæði karlkyns- og hvorugkynsorð. Orðin sem enda á -us eru oftast karlkyns eins og dominus (herra), agellus (lítið landsvæði) og cunarius (karlkyns barnfóstra) (og enda þau á -i í fleirtölu; Domini, agelli og cunarii). Nokkur karlkyns orð í annarri fallbeygingu enda hinsvegar ekki á -us í nefnifalli eintölu en beygjast samt eins og karlkyns orð í annarri fallbeygingu, eins og puer (strákur) sem er pueri í fleirtölu nefnifalli. Nokkur orð í annarri beygingu sem enda á -us er kvenkyns, einkum heiti borga og landa, trjáa og svo orðið humus (jörð). Orðin vulgus (almenningur), virus (eitur) og pelagus (haf) eru hvorugkyns.

Kyn í þýsku

[breyta | breyta frumkóða]
Sjá aðalsíðu Kyn í þýsku.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hugtakaskýringar - Málfræði
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy