Fara í innihald

Louis Armstrong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louis Armstrong (1953)

Louis Daniel Armstrong (4. ágúst 19016. júlí 1971), kallaður Satchmo,[1] Satch, and Pops,[2] var bandarískur trompetleikari, tónskáld, söngvari og leikari sem var einn sá áhrifamesti í djassi. Ferill hans spannaði fimm áratugi, frá 1920 til 1960, og mismunandi tímabil í sögu djassins.[3] Árið 2017 var hann fenginn í Rhythm & Blues Hall of Fame.

Armstrong er fæddur og uppalinn í New Orleans. Þegar Armstrong varð þekktur á þriðja áratuginum „hugvitssamur“ trompet- og kornettuleikari, hafði Armstrong áhrif á grunnatriði jazz og færði áherslu tónlistarinnar frá sameiginlegum spuna til einstaklings framtaks.[4] Um 1922 fylgdi hann leiðbeinanda sínum, Joe „King“ Oliver, til Chicago til að spila í Creole Jazz Band. Í Chicago eyddi hann tíma með öðrum vinsælum djass tónlistarmönnum, styrkti böndin við vin sinn Bix Beiderbecke og eyddi tíma með Hoagy Carmichael og Lil Hardin. Hann fékk orðspor við þáttöku í útsláttarkeppnum og flutti til New York til að taka þátt í hljómsveit Fletcher Henderson.

Með sinni þekkjanlegu ríku, raspkenndu rödd, var Armstrong einnig áhrifamikill söngvari, góður í spuna og teygði á texta og tónum lags. Armstrong er þekktur fyrir persónutöfra, rödd og trompetleik. Í lok ferils Armstrongs á sjöunda áratugnum höfðu áhrif hans breiðst út til dægurtónlistar almennt. Armstrong var einn af fyrstu vinsælu Afrísku-Amerísku skemmtikröftunum til að "komast yfir", sem þýddi að tónlist hans varð vinsæl hjá fólki með annan húðlit, í kynþáttaskiptri Ameríku. Hann hafði ekki áhrif á pólítík síns kynþátts opinberlega, sem olli óánægju afrískra Bandaríkjamanna, en hann tók opinbera afstöðu til skiptingar í Little Rock kreppunni. Hann hafði aðgang að efri stigum bandarísks samfélags á þeim tíma sem það var erfitt fyrir svarta menn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. For "satchel-mouth".
  2. For background on nicknames, see Laurence Bergreen (1997). Louis Armstrong: An Extravagant Life. New York: Broadway Books. bls. 4Snið:Endash5. ISBN 978-0-553-06768-2.
  3. Cook, Richard (2005). Richard Cook's Jazz Encyclopedia. London: Penguin Books. bls. 18–19. ISBN 978-0-14-100646-8.
  4. Bergreen (1997), p. 1.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy