Fara í innihald

Manitoba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Manitoba
Fáni Manitoba Skjaldarmerki Manitoba
(Fáni Manitoba) (Skjaldarmerki Manitoba)
Kjörorð: Gloriosus et Liber
Kort af Manitoba
Önnur kanadísk fylki og yfirráðasvæði
Höfuðborg Winnipeg
Stærsta borgin Winnipeg
[[Manitoba|]]
Forsætisráðherra Heather Stefanson (PC) (Íhaldsflokkurinn)
Svæði 649 950 km2 km² ()
 - Land km²
 - Vatn km² (14,5%)
Fólksfjöldi (2,1)
 - Fólksfjöldi 1.207.959 (2008) ()
 - Þéttleiki byggðar /km² ()
Aðild í ríkjabandalagið
 - Dagsetning
 - Röð
Tímabelti UTC-6
Skipting á þingi
 - Neðri málstofa
 - Öldungadeild
Skammstafanir
 - Póstur MB
 - ISO 3166-2
Póstfangsforskeyti
Vefur www.gov.mb.ca
Kort af Manitoba

Manitoba er eitt af fylkjum Kanada. Höfuðborg Manitoba er Winnipeg og fólksfjöldi árið 2008 var 1.207.959.

Landafræði og náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Manitoba er 649.950 ferkílómetrar að stærð. Það á landamæri að Ontario í austri, Saskatchewan og Nunavut í norðri og bandarísku fylkjunum Norður-Dakóta og Minnesota í suðri. Suðurhluti Manitoba er hluti af Sléttunum miklu. Hudsonflói er í norðausturhluta fylkisins. Winnipegvatn er gríðarstórt vatn í miðju fylkisins. Baldy Mountain er hæsti punktur fylkisins, 832 metrar yfir sjávarmáli. Um 12% ræktarlands Kanada eru í Manitoba.

Skógar þekja nærri helming fylkisins og helstu trjátegundir eru fura, greni, ösp, lerki og birki. Norður við Hudsonflóa er freðmýri. Ýmsar tegundir spendýra finnast í fylkinu, þ.á.m. elgir, önnur hjartardýr og úlfar. Ísbirnir lifa við strendur Hudsonflóa í Norður-Manitoba.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Frumbyggjar höfðu búið á svæðinu sem nú kallast Manitoba í árþúsundir. Á 17. öld komu Evrópubúar og hófu að versla með skinn. Hudsonflóafélagið (Hudson Bay Company) var mikilvirkt í þeirri verslun. Árið 1870 varð fylkið Manitoba til en áður hafði landsvæði þess tilheyrt svæðum eins og Rupertslandi og fylkinu Keewatin sem lagt var niður.

Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar fluttust Íslendingar búferlum til Manitoba og stofnuðu Nýja Ísland. Gimli var álitinn höfuðstaður þess.

Um 90% fólksfjöldans búa í syðsta hluta fylkisins sem er að öðru leyti strjálbýlt.

  • Kort af Manitoba (á hinni hlið þess eru ýmsar upplýsingar um Manitoba); birtist í Landnemanum 1892
  • Íslendingadagurinn haldinn í 60. sinn í Manitoba; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949
  • Manitoba í ljóðum vestur-íslenzkra skálda; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1970
  • Íslendingar á leið til Kanada - mbl.is
  • Icelandic Roots. „Where did they go to“ (PDF). Sótt 26. febrúar 2020.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy