Fara í innihald

Maríus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gaius Marius

Gaius Maríus (157 f.Kr.13. janúar 86 f.Kr.) var rómverskur herforingi og stjórnmálamaður, kosinn ræðismaður (consul) sjö sinnum á stjórnmálaferli sínum.

Maríus var frá bænum Arpinum suður af Róm og hann var novus homo (nýr maður) sem þýddi að hann var fyrsti maðurinn úr sinni ætt sem komst inn i öldungaráðið. Sú þjóðsaga fylgdi Maríusi að hann hefði sem unglingur fundið arnarhreiður með sjö ungum. Ernir voru tákn Júpíters og þetta var túlkað sem svo að Maríus myndi verða ræðismaður sjö sinnum. Maríus giftist Juliu Caesaris sem var föðursystir Júlíusar Caesars. Julii Caesares ættin var ein af elstu ættum Rómaborgar en var á þessum tíma ekki sérlega valdamikil.

Hátindur valda

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 107 f.Kr. varð Maríus ræðismaður í fyrsta skipti. Róm átti þá í stríði við Jugurtha konung í Númidíu og Maríus hafði lofað að binda skjótan enda á átökin, en stóð frammi fyrir þeim vanda að mannskap vantaði í rómverska herinn. Á þessum tíma gátu aðeins landeigendur gengið í herinn en Maríus ákvað að hunsa þessa reglu og skráði hvaða ríkisborgara sem er í herinn, óháð eignum, og lofaði að sjá þeim fyrir landskika að herþjónustu lokinni. Þetta varð til þess að eftir þetta var herinn að mestu skipaður fátækum ríkisborgurum. Maríus stjórnaði aðgerðum Rómverja í Númidíu næstu tvö árin og lauk stríðinu með sigri árið 105 f.Kr. eftir að kvestorinn Lucius Cornelius Súlla hafði handsamað Jugurtha. Maríus og Súlla áttu síðar eftir að deila um hvor þeirra ætti heiðurinn að sigrinum.

Maríus sigrar Kimbra, málverk frá 19. öld.

Maríus var aftur kjörinn ræðismaður fyrir árið 104 f.Kr. og gegndi þeirri stöðu næstu fimm árin en það hafði aldrei áður gerst í sögu Rómar. Árið 102 f.Kr sigraði Maríus gríðarstóran her germönsku þjóðflokkanna Kimbra og Tevtóna í tveimur orrustum í Gallíu cisalpinu. Maríus naut gríðarlegra vinsælda í kjölfar þessara sigra og var almennt álitinn vera bjargvættur Rómaborgar.

Átök við Súlla

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir ræðismannsár hans árið 100 f.Kr. virðist Maríus hafa hugsað sér að setjast í helgan stein en árið 91 f.Kr. braust Bandamannastríðið út sem var uppreisn ítalskra bandamanna Rómverja gegn stjórnarháttum þeirra. Maríus tók þátt í upphafi stríðsins en þurfti síðan að draga sig í hlé, líklega vegna heilsubrests.

Eftir deilur um það hvor þeirra fengi að stjórna hersveitum gegn Miþridatesi konungi í Pontus urðu Marius og Sulla bitrir óvinir og tókust á í borgarastríði þar sem þeir skiptust á um að hafa völdin í Rómaborg. Árið 88 f.Kr. náði Sulla völdum í Rómaborg og Maríus flúði en eftir að Súlla hafði yfirgefið borgina, til þess að berjast við Miþridates, bauð öldungaráðið Maríusi að snúa aftur. Maríus stóð þá fyrir miklum pólitískum hreinsunum í Rómaborg þar sem fjölmargir stuðningsmenn Súlla voru drepnir. Árið 87 f.Kr. var Maríus kjörinn ræðismaður fyrir árið 86 f.kr., ásamt Luciusi Corneliusi Cinna, einum helsta stuðningmanni sínum. Maríus lést, 13. janúar 86 f.Kr., 17 dögum eftir að hafa tekið við ræðismannsembættinu í sjöunda skipti.

Marius gerði umtalsverðar umbætur á rómverska hernum, sem fólu meðal annars í sér að rómverskir borgarar gátu gengið í herinn þótt þeir væru ekki landeigendur, endurskipulagningu herdeilda (legiones) í flokka (cohortes) og breytingar á pilus-spjótinu sem hindruðu það að óvinir gætu kastað því til baka, þar sem það brotnaði við lendingu.

Eftir að Maríus fór að skrá eignalausa menn í herinn hófu aðrir hershöfðingjar að gera það sama. Þessar herdeildir litu gjarnan svo á að hollusta þeirra væri hjá hershöfðingjanum frekar en hjá ríkinu. Metnaðargjarnir hershöfðingjar nýttu sér þessa hollustu til þess að ná völdum í Rómaborg hvað sem það kostaði og borgarastríð urðu því algeng næstu áratugina. Þetta var einn helsti þátturinn í því að Rómverska lýðveldið leið undir lok og keisaradæmið varð að veruleika.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy