Fara í innihald

Peregrino Anselmo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Juan Peregrino Anselmo (f. 30. apríl 1902 - d. 27. október 1975) var knattspyrnumaður og síðar þjálfari frá Úrúgvæ. Hann var í fyrsta sigurliði Úrúgvæ á HM 1930.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]
Peregrino Anselmo varð heimsmeistari með Úrúgvæ.

Peregrino Anselmo fæddist í Montevideo árið 1902 og gekk ungur til liðs við borgarliðið Peñarol þar sem hann lék alls 180 leiki á ferli sem stóð frá 1922 til 1935 þegar hann lagði skóna á hilluna. Á þessu tímabili varð hann fjórum sinnum úrúgvæskur meistari. Hann hafði viðurnefnið Nenín og var frægur, jafnvel alræmdur, fyrir að vera tregur til að senda frá sér boltann heldur freista þess að leika á alla mótherja til að skora fullkomið mark. Árið 1962 tók Anselmo við þjálfun Peñarol af ungversku goðsögninni Béla Guttmann í eina leiktíð og gerði liðið að meisturum en þjálfaraferillinn varð þó ekki nema þetta eina ár.

Landsleikirnir urðu ekki nema átta talsins á tímabilinu 1927 til 1935. Hann var í gullverðlaunaliði þjóðar sinnar á ÓL 1928 en lék engan leik.

Kunnastur er Anselmo fyrir þátt sinn í sigri Úrúgvæ á heimavelli í fyrstu heimsmeistarakeppninni árið 1930. Hann kom við sögu í tveimur leikjum, gegn Rúmenum í riðlakeppninni og Júgóslövum í undanúrslitum og skoraði samtals þrjú mörk. Þrátt fyrir að skora tvívegis í undanúrslitunum fékk hann ekki að spreyta sig í úrslitaleiknum þar sem Héctor Castro leysti hann af hólmi.

Hann lést í Montevideo árið 1975.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy