Fara í innihald

Rafbassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG

Rafbassi eða bassagítar er rafmagnsstrengjahljóðfæri. Rafbassi hefur oftast fjóra strengi en rafbassar með fleiri strengjum eru þó til. Oftast eru strengir á rafmagnsbassa stilltir í E, A, D og G (áttund neðar en fjórir dýpstu strengir gítars) en margir bassaleikarar nota aðrar stillingar. Rafbassar eru yfirleitt með þverböndum þótt bandalausir rafbassar séu einnig til.

Á búki rafbassa eru hljóðnemar sem gerðir eru úr seglum og nema þeir titring strengjanna þegar slegið er á þá. Utan um seglana er vafin spóla sem umbreytir hreyfiorku seglanna í rafstraum. Snúra er tengd frá rafbassa yfir í magnara sem magnar upp rafmerkið.

Fyrsti fjöldaframleiddi rafbassinn var Fender Precision, sem var hannaður af Leo Fender, en hann var kynntur til sögunnar árið 1951.[1]

Strengir og stillingar

[breyta | breyta frumkóða]
Sjö strengja rafbassi
  • 4 strengir: Hefðbundin stilling rafbassa með fjóra strengi er E-A-D-G þar sem E er lægsti strengurinn og G er hæsti.
  • 5 strengir: Rafbassar með fimm strengi eru almennt með stillinguna B-E-A-D-G þar sem B er bætt við sem lægsta strengnum.
  • 6 strengir: Sex strengja rafbassar eru með viðbættum C streng sem er hæstur.
  • Að auki má finna sjö til tólf strengja rafbassa með ýmsum stillingum. Þá eru átta og tólf strengja bassar oft stilltir eins og fjögurra og sex strengja bassar en með áttundum, líkt og tólf strengja gítarar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Leo Fender“. Encyclopedia Britannica. Sótt 9. apríl 2014.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy