Fara í innihald

Reykmerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Indjánar senda reykmerki. málverk.
Indjánar senda reykmerki. Málverk frá 1896 eftir Frederic Remington.

Reykmerki er eitt elsta form af samskiptum milli aðilar sem eru í mikilli fjarlægð hver frá öðrum. Reykmerki eru myndræn tegund samskipta sem sést langt að. Reykmerki eru notuð til að segja fréttir, vara við hættu eða safna fólki á saman á tiltekinn stað.

Í Kína til forna sendu hermenn sem gættu Kínamúrsins reykmerki af ljósvitum (varðturnum) múrsins til að vara hvern annan við innrás. Litur reyksins táknaði stærð innrásarliðsins. Ljósvitar voru með reglulegu millibili á Kínamúrnum og hermaður í hverjum varðturni og því var hægt að senda boð 7300 km leið eftir Kínamúrnum. Reykmerki frá ljósvitum Kínamúrsins voru einnig aðvörun til þeirra sem voru innan múrsins um að skipuleggja vörn og kalla á varnarlið.

Menn í sjó halda á neyðarblysi

Í Sri Lanka til forna voru hermenn á fjallstindum. Þeir gátu sent aðvörun sín á milli með reykmerkjum milli fjallstinda um innrás óvina. Þannig bárust fréttir af innrás til konungsins á nokkrum klukkustundum.

Á 8. öld fyrir Krist eru sagnir um að konungurinn You í Zhou hafi skemmt sér og hjákonu sinni Bao Si með að láta senda fölsk reykmerki og blekkja herforingja sína.

Gríski sagnfræðingurinn Polybius setti fram hugmynd um flókið kerfi reykmerkja um 150 BCE en í kerfi hans var grískum bókstöfum breytt í tölustafi. Þannig var hægt að senda skilaboð með að halda á lofti ákveðnum fjölda blysa á hverjum tíma. Þessi hugmynd var einnig notuð í dulkóðuð skilaboð og leynilegar upplýsingar.

Frumbyggjar Norður-Ameríku sendu boð sín á milli með reykmerkjum. Hver ættbálkur hafði eigið kerfi og túlkun reykmerkja. Sá sem sendi út reykmerki kveikti eld í bratta eða upp á hæð með því að nota blautt gras til að reykjarmökkur myndaðist. Blauta grasið var svo tekið af eldinum þegar það var þurrt og öðrum vöndli af grasi bætt í eldinn. Það hafði þýðingu hvaðan eldur kom. Eldur sem kom úr miðri fjallshlíð merkti að allt væri í lagi en ef eldurinn kom frá toppi þá merkti það hættu. Frumbyggjar sem voru á ferð kveiktu eld á sléttunum til að sýna að þeir væru komnir eða til að óska eftir samskiptum við aðra ættbálka. Í Suður-Ameríku sendu Yámana frumbyggjar reykmerki t.d. til að segja frá hvalreka.

Reykmerki eru ennþá notuð í athöfn sem tengist kjöri nýss páfa. Þar merking svartur reykur að ekki hafi gengið að kjósa en hvítur reykur að nýr páfi hafi verið kjörinn.

Reykmerki notuð til að merkja svæði á sjó.

Reyksprengjur í mismunandi litum eru notuð í hernaði til að merkja svæði, einkum ef kallað er eftir stuðningi landgönguliðs eða úr loftvarnaliði. Reykmerki eru einnig notuð um ýmis konar tæki sem senda neyðarkall.

Frumbyggjar Ástralíu sendu ýmis konar reykmerki, stundum til að segja að þeir væru á staðnum, sérstaklega ef þeir voru á ferð um land sem ekki var þeirra, einnig til að vara við illskeyttu liði eða til að skipuleggja mannamót milli veiðihópa í sama ættbálki. Ef send voru reykmerki þá var því oft svarað með reykmerkjum annarra einstaklinga eða hópa sem sendu út eigið merki. Litur reykmerkis og lögun reyksins var mismunandi og hafði merkingu.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy