Fara í innihald

Truman-kenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsetamálverk af Harry S. Truman, sem setti fram Truman-kenninguna.

Truman-kenningin var stefna í alþjóðastjórnmálum sem Harry S. Truman Bandaríkjaforseti setti fram í ræðu 12. mars 1947. Kenningin gekk út á að ef Bandaríkin og bandamenn þeirra aðstoðuðu ekki Grikki og Tyrki myndu þessi lönd verða kommúnistaríki og hluti af áhrifasvæði Sovétríkjanna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimshlutann.[1] Tilefni ræðunnar var Borgarastyrjöldin í Grikklandi (1946-1949) en vegna togstreitunnar milli Grikklands og Tyrklands taldi Truman að bæði löndin yrðu að fá sömu aðstoð. Í kjölfarið veittu Bandaríkin báðum löndunum hernaðarlega og efnahagslega aðstoð.

Sumir sagnfræðingar líta á ræðu Trumans sem upphaf Kalda stríðsins og þeirrar stefnu að hindra útþenslu Sovétríkjanna. Tveimur árum síðar var Atlantshafsbandalagið stofnað.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Harry Truman: Óundirbúinn forseti“. Dagblaðið Vísir. 30. mars 1985. bls. 56-57.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy