Fara í innihald

William Baffin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Baffin

William Baffin (u. þ. b. 1584 – 23. janúar 1622) var enskur siglingamaður og landkönnuður. Fátt eitt er vitað um hans fyrstu ár en þó að hann fæddist í Lundúnum til fátækrar fjölskyldu sem þó hægt en örugglega reisti sig upp úr fátækt með vinnusemi og þrautseigju.

Auk mikilvægis síns í landkönnun er Baffins minnst fyrir ýmsar nákvæmar athuganir, þar á meðal staðsetningu á sjó mæld út frá stöðu mána sem voru einhverjar þær fyrstu til að vera safnaðar saman og skráðar.

Baffinsflói og Baffinsland eru nefnd eftir honum.

Fyrst má finna nafn hans í heimildum frá 1612, þar sem hann tók þátt í rannsóknarleiðangri undir stjórn James Hall sem athugaði siglingaleiðina norðvestur fyrir Norður-Ameríku frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Kafteinn Hall tapaði lífi sínu í slagsmálum við Grænlendinga og á næstu tveim árum starfaði Baffin einkum við hvalveiðar. Árið 1615 tók Baffin til starfa fyrir „Félag kaupmanna Lundúna, könnuða norðvesturleiðarinnar“ og fylgdi skipstjóranum Robert Bylot sem stýrimaður á litlu skipi nefndu Discovery til að kanna Hudsonflóa. Haffræðilegar og stjarnfræðilegar athuganir Baffins í þessum leiðangri voru síðar staðfestar af Sir Edward Parry þegar hann fór um þessi hafsvæði tvemur öldum seinna (1821).

Á næstu árum fór Baffin aðra ferð sem stýrimaður á Discovery um Davis-sund og fundu þá flóann í norðri sem núna ber nafn hans. Einnig fundu leiðangursmennirnir sund sem Baffin nefndi Lancaster, Smith og Jones Sounds, til heiðurs fjárstyrktaraðilum leiðangursins. Í þessari ferð sigldi Baffin meira en 480 km til norðurs, og var það í 236 ár það lengsta sem nokkur hafði farið í þessum sjó. Allar vonir um að finna sjóleið til Indlands um norðvesturleiðina voru á þessum tíma slokknaðar og meira að segja ýmsar uppgötvanir sem Baffin kom fram með voru dregnar í efa þar til þær voru staðfestar af skipstjóranum John Ross árið 1818.

Að þessu loknu gegndi hann þjónustu hjá Austur-Indíafélaginu, og frá 1617 og 1619 tók hann á hendur ferð til Surat á breska Indlandi. Þegar hann sneri til baka hlaut hann sérstaka viðurkenningu frá félaginu fyrir rannsóknir sínar á Rauðahafi og Persaflóa sem hann gerði í ferðinni.

Á fyrstu mánuðum 1620 sigldi hann á ný til austurs. Hann lést þann 23. janúar 1622 í árás Englendinga og Persa á Qeshm í Persaflóa í ófriðnum gegn Ormus.

  Þetta æviágrip sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy