Fara í innihald

Yorkshire

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamla sýslan Yorkshire innan Englands

Yorkshire (stundum kallað Jórvíkurskíri) er gömul sýsla á Norðaustur-Englandi og er stærst svokallaðra „hefðbundu sýslna“. Flatarmál sýslunnar er 15.000 km² en þar búa yfir fimm milljónir manns. Hún skiptist í þrjú svæði, sem hétu ridings (af fornnorræna orðinu þriðingr, „þriðjungur“ eða „hreppur“) á ensku, það er að segja West, North og East Riding. Meginhuti svæðisins sem tilheyrði heðfbundnu sýslunni Yorkshire er nú á svæðinu Yorkshire og Humber, sem er einn af níu embættislegum landshlutum á Englandi. Sýslan sjálf skiptist nú í þrjár smærri sýslur sem bera heiti gömlu hreppanna: Austur-Yorkshire, Norður-Yorkshire og Vestur-Yorkshire.

Tákn sýslunnar er hvíta rósin sem tilheyrir York-ættinni. Í sýslunni er haldið upp á Yorkshire Day, staðbundinn hátíðardag sem er haldinn 1. ágúst, þar sem allir borgarstjórar og bæjarstjórar koma saman og fagna deginum. Fagnaðurinn felur í sér nokkra staðbundna siði sem eru ekki til annarsstaðar á Englandi, eins og til dæmis Long Sword Dance (Langsverðadansinn).

Mállýskan sem töluð er í Yorkshire er stundum kölluð „þykk“ en þetta orð er líka notað sem gælunafn á fólki frá sýslunni. Löngum hafa skandinavísk áhrif sett svip sinn á sýsluna og tungumálið sem er notað þar.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy