Æ
Íslenska stafrófið | |||||
---|---|---|---|---|---|
Aa | Áá | Bb | Dd | Ðð | Ee |
Éé | Ff | Gg | Hh | Ii | Íí |
Jj | Kk | Ll | Mm | Nn | Oo |
Óó | Pp | Rr | Ss | Tt | Uu |
Úú | Vv | Xx | Yy | Ýý | Þþ |
Ææ | Öö |
Æ eða æ er þrítugasti og fyrsti bókstafurinn í íslenska stafrófinu, tuttugasti og áttundi í því færeyska og tuttugasti og sjöundi í því danska, norska og fornenska. Má rekja uppruna þess til munka sem unnu við endurskrifun á bókum og skeyttu gjarnan „A“ og „E“ saman í einn bókstaf til þess að spara pláss, finna má dæmi um þetta í gömlum latneskum ritum.
Stafurinn táknar tvíhljóðann /ai/ í íslensku, tvíhljóðann /εa/ eða sérhljóðann /a/ í færeysku, sérhljóðann /ɛ/ í dönsku og norsku sem táknar þar sama hljóðið og Ä í sænsku og þýsku.
Æ og æ eru í Unicode og ISO 8859-1 táknaðir með kóðapunktunum 198 og 230 eða C6 og E6 eins og það er skrifað í sextándakerfinu.