7. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
7. nóvember er 311. dagur ársins (312. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 54 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1455 - Isabelle Romée, móðir Jóhönnu af Örk, bað Kalixtus 3. páfa að taka mál hennar upp að nýju.
- 1504 - Kristófer Kólumbus sneri aftur til Spánar úr fjórðu ferð sinni, þar sem hann hafði ásamt Ferdínand syni sínum kannað strönd Mið-Ameríku frá Belís til Panama.
- 1550 - Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans, Björn Jónsson, prestur á Melstað og Ari Jónsson, lögmaður, voru teknir af lífi í Skálholti eftir harðvítugar deilur á milli lútherskra manna og kaþólskra um völd í landinu.
- 1659 - Frakkar og Spánverjar gerðu með sér Pýreneasáttmálann og bundu þannig enda á 24 ára stríð milli ríkjanna.
- 1665 - Tímaritið London Gazette hóf göngu sína.
- 1718 - Danska herskipið Giötheborg strandaði við Ölfusárósa. Áhöfnin bjargaðist.
- 1825 - Brasilíska dagblaðið Diário de Pernambuco hóf göngu sína.
- 1876 - Rutherford B. Hayes var kjörinn 19. forseti Bandaríkjanna. Sigur hans var þó mjög umdeildur og Samuel J. Tilden fékk mun fleiri atkvæði en eftir miklar deilur var niðurstaðan sú að Hayes fékk einum kjörmanni fleira en Tilden og þar með forsetaembættið.
- 1917 - Októberbyltingin átti sér stað í Rússlandi (samkvæmt gregoríska tímatalinu).
- 1931 - Héraðsskólinn í Reykholti var vígður, en hann var einn af 9 skólum, sem stofnaðir voru að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
- 1940 - Tacoma Narrows-brúin hrundi vegna sterkra vindhviða.
- 1972 - Richard Nixon vann yfirburðasigur á George McGovern í forsetakosningum.
- 1973 - Ályktunin um beitingu hervalds varð að lögum í Bandaríkjunum og takmarkaði heimildir forsetans til að hefja stríð án samþykkis þingsins.
- 1976 - Fyrsti hluti Hitaveitu Suðurnesja var tekinn í notkun.
- 1982 - Flóðvörnin Thames Barrier var sýnd almenningi.
- 1983 - Heræfing NATO í Evrópu, Able Archer 83, hófst.
- 1987 - Ólafur Ragnar Grímsson varð formaður Alþýðubandalagsins og tók við af Svavari Gestssyni.
- 1987 - Zine El Abidine Ben Ali varð forseti Túnis þegar Habib Bourguiba var steypt af stóli.
- 1989 - Kommúnistastjórnin í Austur-Þýskalandi sagði af sér en Egon Krenz var áfram þjóðhöfðingi.
- 1991 - Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Magic Johnson tilkynnti að hann væri með HIV sem batt enda á feril hans.
- 1991 - Síðasti olíueldurinn í Kúveit var slökktur.
- 1995 - Fellibylurinn Angela gekk yfir Filippseyjar og Víetnam með þeim afleiðingum að 882 fórust. Vindhraðinn náði 58 m/s með hviðum upp í 80 m/s.
- 1996 - Fellibylur gekk yfir Andhra Pradesh á Indlandi með þeim afleiðingum að 2000 fórust.
- 1996 - NASA skaut könnunarfarinu Mars Global Surveyor á loft.
- 2000 - Hópur ræningja réðist á Þúsaldarhvelfinguna í London til að stela Þúsaldardemantinum en voru gripnir af lögreglu.
- 2000 - Hillary Clinton tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings.
- 2000 - George W. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna eftir nauman sigur á Al Gore.
- 2001 - Belgíska flugfélagið Sabena varð gjaldþrota.
- 2002 - Íbúar Gíbraltar höfnuðu sameiningu við Spán í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2004 - Phantom Fury-aðgerðin hófst þegar bandarískt herlið réðist á borgina Fallujah í Írak.
- 2007 - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann varð átta manns að bana, særði tólf og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2007 - Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans.
- 2015 - Xi Jinping, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, og Ma Ying-jeou, forseti Lýðveldisins Kína, áttu fyrsta formlega leiðtogafundinn í sögu ríkjanna.
- 2019 – Kongóski uppreisnarleiðtoginn Bosco Ntaganda var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni af Alþjóðaglæpadómstólnum.
- 2020 – Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, sigraði sitjandi forsetann Donald Trumpov og var kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna.
- 2023 - António Costa, forsætisráðherra Portúgals, sagði af sér vegna spillingar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1316 - Símon stolti stórfursti í Moskvu (d. 1353)
- 1612 - Pierre Mignard, franskur listmálari (d. 1695).
- 1687 - William Stukeley, enskur fornleifafræðingur (d. 1765).
- 1863 - Þorleifur H. Bjarnason, íslenskur málfræðingur (d. 1935).
- 1867 - Marie Curie, pólskur efnafræðingur (d. 1934).
- 1879 - Lev Trotskíj, úkraínskur byltingarleiðtogi (d. 1940).
- 1883 - Vilhjálmur Finsen, íslenskur ritstjóri (d. 1960).
- 1885 - Frank H. Knight, bandarískur hagfræðingur (d. 1972).
- 1913 - Albert Camus, franskur rithöfundur (d. 1960).
- 1917 - Pétur J. Thorsteinsson, íslenskur sendiherra og forsetaframbjóðandi (d. 1995).
- 1939 - Eiður Svanberg Guðnason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2017).
- 1952 - Modibo Sidibé, forsætisráðherra Malí.
- 1960 - Tommy Thayer, bandarískur gítarleikari.
- 1960 - Þorvaldur Þorsteinsson, íslenskur myndlistarmaður.
- 1961 - Sergei Aleinikov, hvítrússneskur knattspyrnumaður.
- 1967 - David Guetta, franskur plötusnúður.
- 1978 - Rio Ferdinand, enskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Yuki Muto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Danny Ings, enskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Yung Nigo Drippin', íslenskur rappari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1221 - Guðný Böðvarsdóttir, ekkja Hvamm-Sturlu og móðir Þórðar, Sighvatar og Snorra Sturlusona (f. um 1147).
- 1222 - Sæmundur Jónsson goðorðsmaður í Odda (f. 1154).
- 1550 - Jón Arason biskup á Hólum.
- 1550 - Björn Jónsson prestur á Mel í Miðfirði.
- 1550 - Ari Jónsson lögmaður.
- 1559 - Gasparo Tagliacozzi, ítalskur skurðlæknir (f. 1545).
- 1633 - Cornelius Drebbel, hollenskur uppfinningamaður (f. 1572).
- 1949 - Inga Lára Lárusdóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1883).
- 1962 - Eleanor Roosevelt, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1884).
- 1967 - John Nance Garner, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1868).
- 1981 - Will Durant, bandarískur sagnfræðingur (f. 1885).
- 1981 - Robert Maxwell Ogilvie, skoskur fornfræðingur (f. 1932).
- 1990 - Lawrence Durrell, breskur rithöfundur (f. 1912).
- 1992 - Alexander Dubček, slóvakískur stjórnmálamaður (f. 1921).
- 2011 - Joe Frazier, bandarískur boxari (f. 1944).
- 2016 - Ingibjörg Haraldsdóttir, íslenskur rithöfundur og þýðandi (f. 1942)
- 2016 - Leonard Cohen, kanadískur tónlistarmaður (f. 1934).