Content-Length: 141319 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Natr%C3%ADn

Natrín - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Natrín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Litín  
Natrín Magnesín
  Kalín  
Efnatákn Na
Sætistala 11
Efnaflokkur Alkalímálmur
Eðlismassi 968,0 kg/
Harka 0,5
Atómmassi 22,989770 g/mól
Bræðslumark 370,87 K
Suðumark 1156,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Málmur
Lotukerfið

Natrín (natríum eða sódi) er frumefni með efnatáknið Na og sætistöluna 11 í lotukerfinu. Natrín er mjúkur, vaxkenndur, silfurlitaður og hvarfgjarn alkalímálmur. Efnið finnst í miklum mæli í náttúrulegum efnasamböndum (sérstaklega í halíti). Efnið er mjög hvarfgjarnt, brennur með gulum loga, tærist í snertingu við súrefni og bregst kröftuglega við snertingu við vatn sem veldur því að það þarf að geyma það í olíu.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrir alkalímálmar er natrín mjúkt, létt, silfurhvítt og hvarfgjarnt efni sem finnst aldrei eitt og sér í náttúrunni. Natrín flýtur á vatni og leysir það einnig upp í vetnisgas og hýdroxíðjónir. Ef það er malað niður í duft kviknar fyrirvaralaust í því í vatni. Það kviknar hins vegar ekki í því í lofti nema hitastig loftsins fari yfir 388° K.

Sé natrín undir gríðarlegum þrýstingi víkur það frá lögmálum um breytingu í vökvaform. Flestir málmar þurfa meiri varmaorku til að bráðna undir þrýstingi en þeir þurfa við staðalþrýsting. Þetta er sökum þess að sameindirnar pakkast þá þéttar saman og hafa minna pláss til hreyfinga. Við þrýsting í kringum 30 GPa (300.000-faldur staðalþrýstingur) fer bræðslumark natríns að lækka. Við 100 GPa bráðnar það við stofuhita.

Ein líkleg skýring á þessari furðulegu hegðun natríns er sú að það hefur eina frjálsa rafeind sem ýtist nær hinum tíu rafeindunum þegar það er undir þrýstingi, þannig að það neyðist út í víxlverkun sem er yfirleitt ekki til staðar. Á meðan það er undir þrýstingi tekur natrín á sig nokkrar undarlegar kristalsgerðir sem bendir til þess að það geti haft óvenjulega eiginleika, eins og til dæmis ofurleiðni eða ofurstreymi (Gregoryanz o.fl., 2005).

Natrín í málmformi er nauðsynlegur þáttur í gerð estra og í framleiðslu á lífrænum efnasamböndum. Þessi alkalímálmur er einnig hluti af natrínklóríði (NaCl) sem er nauðsynlegt öllu lífi, er mikilvægur varmaleiðari og einnig þekkt sem matarsalt. Meðal annarra nota natríns má nefna:

  • Í sumar málmblöndur til að bæta byggingu þeirra.
  • Í sápu (í bland við fitusýrur).
  • Til að slípa málma.
  • Til að hreinsa bráðna málma.
  • Í natrínlampa, sem skilvirk aðferð til að breyta rafmagni í ljós.
  • Sem varmaleiðandi vökvi í sumum tegundum kjarnorkuofna.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Natr%C3%ADn

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy