Content-Length: 142437 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Alcide_De_Gasperi

Alcide De Gasperi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Alcide De Gasperi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alcide De Gasperi
Forsætisráðherra Ítalíu
Í embætti
10. desember 1945 – 17. ágúst 1953
ÞjóðhöfðingiViktor Emmanúel 3.
Úmbertó 2.
ForsetiEnrico De Nicola
Luigi Einaudi
ForveriFerruccio Parri
EftirmaðurGiuseppe Pella
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. apríl 1881
Pieve Tesino, Týról, Austurríki-Ungverjalandi
Látinn19. ágúst 1954 (73 ára) Borgo Valsugana, Trentino, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurKristilegi demókrataflokkurinn (1943–1954)
MakiFrancesca Romani (1894–1998) (g. 1922)
Börn4
HáskóliHáskólinn í Innsbruck, Vínarháskóli
StarfBlaðamaður, textafræðingur, stjórnmálamaður

Alcide De Gasperi (3. apríl 188119. ágúst 1954) var ítalskur stjórnmálamaður, stofnandi og helsti hugmyndafræðingur kristilega demókrataflokksins á Ítalíu og forsætisráðherra Ítalíu á rósturtímum fyrstu áranna eftir Seinni heimsstyrjöld. Hann er, ásamt Konrad Adenauer og Robert Schuman kallaður „faðir Evrópusambandsins“. Hann varð utanríkisráðherra í þjóðstjórn Ferruccio Parri 1945[1] og átti þátt í að semja um flutning valds frá hernámsliði Bandamanna til ítalskra yfirvalda. Sem forsætisráðherra Ítalíu átti hann stóran þátt í því að sameina andstæðar fylkingar kommúnista, sósíalista og borgaralegu aflanna, þótt hann síðar útilokaði ítalska kommúnistaflokkinn frá stjórnarþátttöku, að ósk Bandaríkjanna, og hafði umsjón með breytingu landsins úr konungsríki í lýðveldi og samningu nýrrar stjórnarskrár 1946. Um stutt skeið fór hann með vald konungs/forsetavald eftir að síðasti konungur Ítalíu, Úmbertó II, yfirgaf landið. Hann stuðlaði meðal annars að því að Ítalía varð fullur þátttakandi í vestrænni samvinnu, stofnmeðlimur NATO, og þiggjandi Marshallaðstoðar frá Bandaríkjunum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Alcide de Gasperi: Maðurinn sem enginn dæmdi rétt“. 30. apríl 1948. Sótt 6. nóvember 2018.


Fyrirrennari:
Ferruccio Parri
Forsætisráðherra Ítalíu
(1945 – 1953)
Eftirmaður:
Giuseppe Pella










ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Alcide_De_Gasperi

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy