Þ
Íslenska stafrófið | |||||
---|---|---|---|---|---|
Aa | Áá | Bb | Dd | Ðð | Ee |
Éé | Ff | Gg | Hh | Ii | Íí |
Jj | Kk | Ll | Mm | Nn | Oo |
Óó | Pp | Rr | Ss | Tt | Uu |
Úú | Vv | Xx | Yy | Ýý | Þþ |
Ææ | Öö |
Þ eða þ (skrifað þorn, bornið fram „þoddn“) er þrítugasti bókstafurinn í íslenska stafrófinu. Þ kemur aðeins fyrir í upphafi orðs (þúfa, þjófur) eða á undan atkvæði (farþegi, og endar því ekkert orð á bókstafnum þ. Þ er óraddað og tannmælt önghljóð í nútímamáli, og var líkt í fornmáli- en þorn var stundum ritað í staðin fyrir ð (t.d. verþa).[1]
Saga þorns
Táknið Þ var notað í norrænu rúnaletri og var nefnt þurs, í engilsaxnesku rúnaletri hét samsvarandi stafur þorn. Ekki er ólíklegt að latneski bókstafurinn þ hafi verið tekinn upp í íslensku og norsku fyrir ensk áhrif og bendir nafnið á stafnum á íslensku til þess. Elstu heimildir um notkun þ í íslensku eru á handritum frá miðri 12. öld. Norðmenn hættu að nota bókstafinn þ um á 1400 en yngstu dæmi um notkun þ í enskum handritum er frá miðri 15. öld. Fyrsti málfræðingurinn bjó til fjögur tákn fyrir þau sérhljóð sem þá voru ekki til í latínu en í Fyrstu málfræðiritgerðinni stendur:
Staf þann er flestir menn kalla þorn þann kalla ég af því heldur the að þá er það atkvæði hans í hverju máli sem eftir lifir nafnsins er úr er tekinn raddarstafur úr nafni hans, sem alla hefi ég samhljóðendur samda í það mark nú sem ég reit snemma í þeirra umræðu. Skal þ standa fyrri í stafrófi en titull þó að ég hafi síðar umræðu um hann því að hann er síðast í fundinn, en af því fyrr um titul að hann var áður í stafrófi og ég lét hann þeim fylgja í umræðu eru honum líkir þarfnast sína jartein. Höfuðstaf the-sins rita ég hvergi nema í vers upphafi því að hans atkvæði má eigi æxla þótt hann standi eftir raddarstaf í samstöfun. | ||
— Úr Fyrstu málfræðiritgerðinni eftir fyrsta málfræðinginn
|
Tíðni
Stafurinn þorn kemur fram í um 1,59% skipta[2]
Heimildir
- ↑ Íslensk Orðabók, Menningarsjóður- Reykjavík 1963. Ritstjóri, Árni Böðvarsson
- ↑ Tíðni orða í mörgum tungumálum
Ytri tenglar
- „Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?“. Vísindavefurinn.
- „Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?“. Vísindavefurinn.
- Svona eru þorn smíðuð af Ísment
- On the status of the Latin letter þorn and of its sorting order, Michael Everson og Baldur Sigurðsson