Fara í innihald

Persóna (málfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 24. maí 2023 kl. 22:49 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2023 kl. 22:49 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (skipti út prettytable sniði fyrir kóða using AWB)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Í málfræði er persóna tilvísun til þátttakanda í ákveðinni aðgerð. Oft er talað um persónu í sambandi við persónufornöfn og beygingu sagnorða og annarra orða, t.d. eignarfornafna. Í tungumálum eru þrjár málfræðilegar persónur sem kallast fyrsta, önnur og þriðja. Í indóevrópskum tungumálum beygjast persónufornöfn eftir tölu, annaðhvort í eintölu eða fleirtölu en á sumum málum líka í tvítölu, og kyni, það er segja í karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni. Í sumum tungumálum eru önnur persónufornöfn notuð í formlegu samhengi (þérun) en í óformlegu samhengi (þúun). Eftirfarandi tafla sínir í nefnifalli öll persónufornöfn í nútíma-íslensku í báðum tölum.

persóna eintala fleirtala
1. ég við
2. þú þið
3. kk. hann þeir
kvk. hún þær
hk. það þau

Persóna og sagnorð

[breyta | breyta frumkóða]

Á flestum en ekki öllum indóevrópskum tungumálum beygjast sagnorð eftir persónu. Áhrif persónu á beygingu sagnorðsins „að fara“ á nokkrum indóevrópskum tungumálum má sjá hér fyrir neðan.

persóna íslenska enska franska þýska danska pólska
eintala 1. fer go vais gehe går chodzę
2. ferð go vas gehst går chodzisz
3. fer goes va geht går chodzi
fleirtala 1. förum go allons gehen går chodzimy
2. farið go allez geht går chodiście
3. fara go vont gehen går chodzą

Á sumum tungumálum hefur kyn persónunnar líka áhrif á sagnorðabeygingar í ákveðnum umhverfum. Til dæmis á bæði spænsku og pólsku beygjast sagnorð eftir kyni persónunnar, en aðeins í þátíð á pólsku.

Fleiri persónur

[breyta | breyta frumkóða]

Á sumum tungumálum eru fleiri enn þrjár persónur, til dæmis á algonkinskum málum skiptist þriðja persónan í tvennt: nærri þriðju persónu og fjærri þriðju persónu. Stundum kallast fjærri þriðja persónan fjórða persóna. Á öðrum tungumálum eru enn fleiri persónur.

Á finnsku og skyldum málum er svokölluð „núllpersóna“. Þetta á við það að sleppa frumlaginu og gegnir svipuðu hlutverki og þolmynd.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy