1716
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1716 (MDCCXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Eldgos í Vatnajökli.
- Loftur Þorsteinsson (Galdra-Loftur) hóf nám í Hólaskóla.
- Oddur Sigurðsson lögmaður kom ekki til þings og var Benedikt Þorsteinsson skipaður til að sitja í lögmannssæti.
Fædd
- 8. ágúst - Jón Teitsson, biskup á Hólum (d. 1781).
- 31. ágúst - Björn Markússon, lögmaður sunnan og austan (d. 1791).
- Látra-Björg Einarsdóttir, skáldkona (d. 1784).
- Þorgeir Stefánsson, Galdra-Geiri, norðlenskur bóndi sem sagður er hafa vakið upp Þorgeirsbola (d. 1802).
Dáin
- 3. ágúst - Jón Eyjólfsson, sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. 1642).
- Eiríkur Magnússon í Vogsósum, prestur og þjóðsagnapersóna (f. 1638).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Katalónía fór undir spænsku krúnuna.
- 3. febrúar - Jarðskjálfti varð í Alsír, 20.000 létust.
- 10. febrúar - James Edward Stuart flúði frá Skotlandi til Frakklands ásamt nokkrum fylgismönnum sínum eftir misheppnaða uppreisn Jakobíta. Tveimur vikum síðar voru tveir leiðtogar Jakobíta teknir af lífi í London.
- 8. mars - Norðurlandaófriðurinn mikli: Karl 12. Svíakonungur réðst inn í Noreg.
- 20. maí - Frakklandsbanki stofnaður.
- 8. júlí - Norðurlandaófriðurinn mikli: Danski flotinn vann sigur á þeim sænska í orrustunni við Dynekilen.
- 21. ágúst - Ottómanveldið hætti umsátri um Korfú þar sem Lýðveldið Feneyjar réði ríkjum.
- 12. október - Umsátur Tyrkja um Timișoara lauk. Austurríki-Ungverjaland réð borginni til loka fyrri heimsstyrjaldar.
- Pétur mikli Rússakeisari heimsótti Kaupmannahöfn.
- Svartskeggur sjóræningi (Edward Teach) herjaði á skip í Karíbahafinu.
Fædd
- 20. janúar - Karl 3. Spánarkonungur (d. 1788).
- 24. júlí - Bolle Willum Luxdorph, danskur sagnfræðingur, ljóðskáld og embættismaður (d. 1788).
Dáin
- 5. júní - Roger Cotes, enskur stærðfræðingur (d. 1682).
- 8. júní - Jóhann Vilhjálmur 2., kjörfursti í Pfalz (d. 1658).
- 1. júlí - Gottfried Wilhelm von Leibniz, þýskur stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1646).