Fara í innihald

Karíbahaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mið-Ameríka og Karíbahafið.

Karíbahaf [1], Karabíska hafið eða Vestur-Indíur er haf sem afmarkað er af norðurströnd Suður-Ameríku, Atlantshafinu, Litlu-Antillaeyjum, Stóru-Antillaeyjum, Mexíkóflóa og Mið-Ameríku.

Flatarmál þess er um 2.754.000 km², dýpsti punktur þess er Kaímangjáin milli Kúbu og Jamaíku sem er 7.500 m undir sjávarmáli. Í því eru ekki færri en 7000 eyjar og hafinu er skipt í 25 yfirráðasvæði sem ýmist eru sjálfstæð ríki eða hlutar annarra ríkja.

Stórveldi Evrópu lögðu svæðið undir sig á 16. og 17. öld og börðust einnig innbyrðis um yfirráð. Eyjunum var þannig skipt í yfirráðasvæði sem nefndust spænsku Vestur-Indíur, bresku Vestur-Indíur, dönsku Vestur-Indíur, frönsku Vestur-Indíur og hollensku Vestur-Indíur, en mörk þessara svæða gátu verið breytileg eftir stríðsgæfu viðkomandi nýlenduveldis.

Tíð átök nýlenduveldanna og veikburða stjórn þeirra á svæðinu, auk þess sem Spánn flutti reglulega um hafið stóra skipsfarma af góðmálmum og eðalsteinum frá hinu mikla nýlenduveldi sínu í Suður-Ameríku, gerði það að verkum að Karíbahafið varð draumastaður sjóræningja fram á 18. öld.

Hafið dregur nafn sitt af Karíbum, indíánum sem bjuggu á eyjunni Hispaníóla þegar Kristófer Kólumbus kom þangað árið 1492, en Kólumbus sjálfur gaf svæðinu nafnið Vestur-Indíur.

Yfirráðasvæði í Karíbahafi

[breyta | breyta frumkóða]

Lönd sem liggja að Karíbahafi

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morgunblaðið 1997
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy