Fara í innihald

460

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 460 (CDLX í rómverskum tölum)

  • Majoríanus, keisari Vestrómverska ríkisins gerir innrás í Hispaníu gegn Svefum sem þá stjórna stórum svæðum skattlandsins. Með aðstoð Vestgota, sem þá eru bandamenn (foederati) Vestrómverska ríkisins, tekst Majoríanusi að leggja undir sig stærstan hluta Íberíuskagans.
  • Genserik, konungur Vandala, reynir að semja um frið við Majoríanus þar sem hann óttast innrás í ríki sitt í norður-Afríku. Majoríanus neitar og í kjölfarið leggja Vandalar Máritaníu í rúst, sem þeir þó stjórna sjálfir, þar sem Genserik óttast að vestrómverskur floti muni lenda á svæðinu.
  • Majoríanus, keisari Vestrómverska ríkisins safnar saman stórum flota við Cartagena með það fyrir augum að gera innrás í ríki Vandala. Af innrásinni verður þó ekki þar sem flotinn er lagður í rúst af svikurum sem Vandalar höfðu mútað. Majoríanus hættir í kjölfarið við innrásina og semur við Vandala um frið.
  • Leó 1. keisari Austrómverska ríkisins stofnar nýja lífvarðasveit keisarans, Exubitores.
  • Heptalítar (Hvítu Húnar) leggja undir sig síðustu leifar Kúsjanaveldisins.
  • Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska keisaradæmisins (áætluð dagsetning).
  • Hilderik, konungur Vandala og Alana (áætluð dagsetning).
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy