Fara í innihald

463

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 463 (CDLXIII í rómverskum tölum)

  • Childerik 1., konungur salísku Franka, og Aegidíus, rómverskur hershöfðingi, mynda bandalag gegn Vestgotum (Vísigotum). Aegidíus stjórnaði svæði í norðvestanverðri Gallíu sem að nafninu til tilheyrði Vestrómverska keisaradæminu. Aegidíus neitaði hins vegar að viðurkenna völd keisarans Libíusar Severusar sem var í raun strengjabrúða germanska hershöfðingjans Ricimers, hins raunverulega stjórnanda ríkisins. Aegidíus stjórnaði sinu yfirráðasvæði, sem kallað hefur verið konungdæmið Soissons, í eigin nafni.
  • Orrusta við Orléans. Aegidíus stýrir sameinuðum herafla Franka og Rómverja í Gallíu, gegn Vestgotum. Vestgotar höfðu þá farið með herafla frá yfirráðasvæði sínu í suður-Gallíu norður á bóginn. Aegidíus sigrar her Vestgota og stöðvar innrás þeirra.
  • Svefar, germanskur þjóðflokkur sem sest hafði að í norðvestur-Hispaníu, berjast innbyrðis í borgarastyrjöld. Stríðandi fylkingar Svefa eru sameinaðar undir stjórn konungsins Reimismunds árið eftir, 464.
  • Gundíok, konungur Búrgunda og mágur Ricimers, er útnefndur yfirmaður herafla vestrómverja í Gallíu (magister militum) af Libíusi Severusi keisara. Vestrómverska ríkið hefur á þessum tíma misst mestöll völd sín í Gallíu.
  • Frumar - svefískur konungur (áætluð dagsetning).
  • Richimund - svefískur konungur (áætluð dagsetning).
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy