Fara í innihald

Abelseðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abelseðla
Tímabil steingervinga: Síðkrítartímabilið, um 80 milljón árum síðan, (Campaníum)
Eftirlíking af hauskúpu abelseðlunnar.
Eftirlíking af hauskúpu abelseðlunnar.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Eðlungar (Saurischia)
Undirættbálkur: Þrítáungar (Theropoda)
Ætt: Abelseðluætt (Abelisauridae)
Ættkvísl: †Abelseðlur (Abelisaurus)
Tegund:
A. comahuensis

Tvínefni
Abelisaurus comahuensis
Bonaparte & Novas, 1985

Abelseðla (fræðiheiti: Abelisaurus comahuensis) var risaeðla úr ættkvíslinni Abelisaurus. Tegundin telst sem species typica fyrir ætt sína abelseðluætt (e. Abelisauridae). Hún var uppi síðla á Krítartímabilinu í núverandi Suður-Ameríku.

Saga og flokkun

[breyta | breyta frumkóða]
Stærðarsamanburður á abelseðlu (rauð) og öðrum tegundum í abelseðluætt

Abelseðlu var lýst árið 1985 af steingervingafræðingunum José Bonaparte og Fernando Emilio Novas. Ættkvíslarheitið Abelisaurus vísar til Roberto Abel, sem uppgötvaði fyrstu steingerðu leifarnar. Tegundarheitið comahuensis vísar síðan til Comahue svæðisins í Argentínu, hvar tegundin upprunalega fannst.[1]

Fyrstu leifar hennar uppgötvuðust árið 1983, og eru enn þann dag í dag einu steingerðu leifarnar af Abelseðlu sem fundist hafa. Þær samanstanda af hauskúpu sem skortir neðri kjálka.[1]

Árið 2009 lagði Fernando E. Novas fram þá tillögu um að önnur tegund af abelseðluætt, ákaeðla (Aucasaurus garridoi) gæti raunverulega hafa tilheyrt ættkvíslinni Abelisaurus.[2] Þessi hugdetta hans hlaut takmarkaðan stuðning, en þó endurnefndi Gregory S. Paul tegundina Abelisaurus garridoi í bók sinni frá 2010.[3]

  1. 1,0 1,1 Bonaparte, J.; Novas, E.E. (1985). Abelisaurus comahuensis, n.g., n.sp., Carnosauria del Crétacico Tardio de Patagonia [Abelisaurus comahuensis, n.g., n.sp., Carnosauria from the Late Cretaceous of Patagonia]. Ameghiniana. 21: 259–265 – via ResearchGate.
  2. Novas, Fernando E. (2009). The age of dinosaurs in South America. Life of the past. Bloomington: Indiana university press. ISBN 978-0-253-35289-7.
  3. Paul, Gregory S. (2010). The Princeton field guide to dinosaurs. Princeton field guides. Princeton: Princeton university press. ISBN 978-0-691-13720-9.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy