Fara í innihald

David Bowie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Bowie
Bowie árið 2002
Fæddur
David Robert Jones

8. janúar 1947(1947-01-08)
Dáinn10. janúar 2016 (69 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • tónlistarmaður
  • leikari
Ár virkur1962–2016
Maki
  • Angie Barnett (g. 1970; sk. 1980)
  • Iman (g. 1992)
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • hljómborð
  • saxófónn
  • munnharpa
Útgefandi
Áður meðlimur í
  • The Konrads
  • The King Bees
  • The Manish Boys
  • The Lower Third
  • The Riot Squad
  • Hype
  • Arnold Corns
  • Tin Machine
Vefsíðadavidbowie.com
David Bowie á tónleikunum Rock am Ring árið 1987.
David Bowie (1967).
David Bowie of kona hans Iman á frumsýningu myndarinnar Moon (sem sonur hans tók þátt í að gera) árið 2009.

David Bowie (f. David Robert Jones; 8. janúar 1947 – 10. janúar 2016) var breskur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann starfaði við tónlist í tæpa fimm áratugi. Fyrsta breiðskífan hans David Bowie kom út árið 1967 og sú síðasta Blackstar á dánarári hans, 2016.

Bowie var áhrifamikill á þróun rokk og popptónlistar og hafði víðtæk áhrif á aðrar kynslóðir tónlistarmanna. David Bowie vildi ekki binda sig við eina stefnu tónlistar og gaf meðal annar út skífur undir áhrifum sýrurokks (psychedelic), glamrokks, raftónlistar, dansvænnar popptónlistar og fleiri tónlistarstefna. Hann hafði víðtæk áhrif á þróun glamrokks með útgáfu The Rise And Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars og þróun raftónlistar í samstarfi sínu við Brian Eno með Berlínar-þríleiknum svokallaða sem samanstóð af Low, Heroes og The Lodger. Aðrar frægar breiðskífur eftir hann eru meðal annar Hunky Dory, Scary Monsters (and Super Creeps) sem inniheldur hið vinsæla lag „Ashes to Ashes“, „Young Americans“ og „Let's Dance“.

David Bowie ólst upp í hverfinu Brixton í suðurhluta London. Frá unga aldri hafði hann mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á saxófón þegar hann var 13 ára. Bowie varð fyrir miklum áhrifum frá eldri bróður sínum Terry sem kynnti hann fyrir heimi tónlistarinnar. Eftir að hafa hlustað á lagið Tutti Frutti með Chuck Berry sagði Bowie seinna: „I had heard God.“ Eitt sinn lenti David Bowie í slag með vini sínum og hlaut áverka á vinstra augað sitt. Eftir margar aðgerðir var ljóst að skaðinn myndi aldrei hverfa að fullu og var augasteinn hans varanlega fastur í útvíkkaðri stöðu.

Skrefin í átt að frægð

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem nafn hans er fremur algengt og þá sérstaklega til að vera ekki ruglað saman við Davy Jones í hljómsveitinni The Monkees tók hann þá ákvörðun að taka upp listamannsnafn. Hann valdi eftirnafnið Bowie eftir Alamo-hetjunni Jim Bowie og hans fræga Bowie Knife.

David Bowie vakti fyrst athygli á sér haustið 1969 þegar hann gaf út smáskífuna „Space Oddity“, epískt rokklag sem fjallar um ævintýri Toms majors í geimnum. Hann gaf svo út skífurnar The Man Who Sold The World 1970 sem var undir áhrifum metalrokks og popp/rokk skífuna Hunky Dory 1971. Þó að Hunky Dory hafi ekki vakið víðtæka athygli er hún oft talin með bestu skífum Bowie en á henni eru meðal annars hin vinsælu lög „Changes“ og „Life on Mars“. Árið 1972 gaf hann út The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars, sem hann tók upp ásamt hljómsveit sinni The Spiders From Mars. Sú plata vakti mikla athygli í Bretlandi. Auk þess vakti sviðsframkoma hans, klæðaburður og andlitsmálning líka mikla athygli.

Bowie hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1996. Tónleikarnir voru hluti af Listahátíð.[1]

Bowie var giftur Angie Barnett frá 1970–1980 og eignuðust þau soninn Duncan (áður kallaður Zowie) sem hefur gert kvikmyndir. Þau skildu. Árið 1992 giftist hann síðan fyrirsætunni Iman Abdulmajid sem er af sómölskum ættum og eignaðist með henni dóttur, Alexandria Zahra Jones.[2] Bowie lýsti því yfir í viðtali við Melody Maker árið 1972 að hann væri tvíkynhneigður.[3]

Bowie lést 10. janúar 2016, tveimur dögum eftir útgáfu plötu sinnar Blackstar og sextugasta og níunda afmælisdegi sínum. Hann lést úr lifrarkrabbameini á heimili sínu í New York en hann hafði verið greindur með sjúkdóminn átján mánuðum áður.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • David Bowie (1967)
  • David Bowie (1969)
  • The Man Who Sold the World (1970)
  • Hunky Dory (1971)
  • The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars (1972)
  • Aladdin Sane (1973)
  • Pin Ups (1973)
  • Diamond Dogs (1974)
  • Young Americans (1975)
  • Station to Station (1976)
  • Low (1977)
  • "Heroes" (1977)
  • Lodger (1979)
  • Scary Monsters (and Super Creeps) (1980)
  • Let's Dance (1983)
  • Tonight (1984)
  • Never Let Me Down (1987)
  • Black Tie White Noise (1993)
  • The Buddha of Suburbia (1993)
  • Outside (1995)
  • Earthling (1997)
  • Hours (1999)
  • Heathen (2002)
  • Reality (2003)
  • The Next Day (2013)
  • Blackstar (2016)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Troðfull Laugardalshöll Mbl. Skoðað 12. janúar 2016.
  2. David Bowie: Obituary BBC. Skoðað 12. janúar 2016.
  3. Bowie's anthem for the outsider BBC. Skoðað 12. janúar 2016.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy