Fara í innihald

Fáni Írlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Írlands frá 1916.

Fáni Írlands (írska: bratach na hÉireann) er þjóðfáni Írska lýðveldisins. Hann samanstendur af þremur lóðréttum borðum í grænu, hvítu og applesínugulu. Hlutföll fánans eru 1:2. Græni liturinn vísar til kaþólsku trúarinnar, sá appelsínuguli til mótmælendatrúarinnar og sá hvíti á að tákna friðinn milli þeirra tveggja.[1]

Árið 1848 fékk Thomas Francis Meagher leiðtogi írskra sjálfstæðismanna fánann í gjöf frá hópi franskra kvenna sem studdu málstað Íra. Fáninn var þó ekki tekinn upp sem þjóðfáni fyrir Páskauppreisnina árið 1916 en þá dró Gearóid O'Sullivan stjórnmálamaður fánann að húni á þaki aðalpósthússins í Dublin. Fáninn var síðan tekinn upp af Írska lýðveldinu á Írska sjálfstæðisstríðinu (1919–1921). Hann varð svo að þjóðfána Írska fríríkisins og fékk opinbera stöðu í stjórnarskránni 1937.

Írskir þjóðernissinnar nota fánann alls staðar á eyjunni Írlandi, jafnvel á Norður-Írlandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. St. Patrick's Day 2012; Why We Wear Green | HuffPost
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy