Fara í innihald

Fáni Belgíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Belgíu
skipafáni Belgíu er í hefbundnari hlutföllum 2:3
skjaldarmerki Brabant, þaðan sem litirnir eru sóttir

Fáni Belgíu samanstendur af þrem jafnlöngum og breiðum lóðréttum borðum, frá vinstri til hægri í svörtum, gulum og rauðum lit. Fáninn tekur mið af franska fánanum.

Litirnir eru teknir úr skjaldarmerki greifadæmisins Brabants, sem er gert af gulu ljóni með rauða tungu og rauðar klær á svörtum grunni.

Hlutföll fánans eru 13:15. Ekki er vitað um neina skýringu á því að þessi óalgenga nær ferningslaga hönnun var valinn. Fáni í hlutföllunum 2:3 er í algengri notkun.

Fáninn var tekinn upp þann 23. janúar 1831, ekki löngu eftir að Belgar fengu sjálfstæði frá Hollandi. Fáninn var áberandi í sjálfstæðisstríði landsins. Eldri fáni hafði verið notaður í uppreisnarstríði gegn Austurríki 1789 sem þá stjórnaði Belgíu en sá fáni var með láréttum borðum, rauðum yfir svörtum yfir gulum.

Belgía hefur sérstakan skipafána (sem mörg lönd gera, en Íslendingar ekki) sem er eins og þjóðarfáninn nema í öðrum hlutföllum. Almenningur notast oft við hann í stað hins eiginlega fána þar sem hlutföll hans þykja þægilegri og meira í ætt við flesta aðra fána.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy